Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1946, Blaðsíða 43

Eimreiðin - 01.07.1946, Blaðsíða 43
eimreiðin FRÁFÆRUR OG YFIRSETA 187 f'kki sofiS vegna áliuga. Smalarnir bundu upp spánýja kúskinns- skó og girtu buxur sínar niður í leistana. Báru þeir sig all- borginmannlega, einkum sá, sem vera átti fjallakóngur, en svo var sá nefndur, sem efstur skyldi ganga. Hann átti að eltast við verstu fjallafálurnar, eins og þær voru kallaðar, ærnar, sem óþægar þóttu °g fjallsæknar. Voru margar ær, einkum þær, er farnar voru að reskjast, óþægar og styggar þennan dag, þótt þær væru það eigi endranær. Var engu líkara, en þær vissu, bvað til stóð og vildu verjast því í lengstu lög. Að loknum morgunverði, gengu smalarnir út fylktu liði, og þá komu nú hundarnir til sögunnar. Létu þeir mikið á sér bera, stukku upp á axlir manna, geltu, flugust á í illu og góðu til skiptis. Mátti jafnan sjá þess merki strax að morgni, þegar smala skyldi, að liundarnir vissu það. Hafa þeir efalaust lieyrt talað um það dagana áður og skilið til fulls, livað til stóð. Kl. 12 til 1 var búið að smala, og var féð vaktað heimundir til kl. 3—4, en þá rekið í álieldi. Var svo staðið við að rýja geldfé, ®em enn var í ullu, og ær, sem sleppa átti með lömbum, fram á blákvöld, eða til kl. 9—10. En þá var farið að taka lömbin frá ánum og bera þau í liús það, er þau áttu að dveljast í fyrstu nóttina, móðurlaus og svöng. Ekki var gott að vera sparibúinn við það verk. Menn voru allir kafloðnir úr ull, ataðir blóði frá livirfli ilja, blóði þeirra lamba, sem verið var að marka. Auk þess bjálpuðust ær og lömb að með að klína menn sauri þeim, er í klauf- 1,111 þeirra sat, ærnar stukku upp um þá, sem tóku og báru í fangi liimb þeirra, og lömbin sprikluðu sem mest þau máttu, er þau voru tekin frá mæðrum sínum. Ekki má lieldur gleyma færilúsinni, 8em vagaði um mann allan og notaði liverja smugu, sem hún f'Uin, til þess að komast inn á beran líkamann, en þá mátti beita úþekkt að baða þrifabaði. Innan um allt þetta at jörmuðu svo ær °8 lömb hvert í kapp við annað, svo að ekki heyrðist mannsmál. ^ *ð þetta stóð fólkið rennsveitt og illa til reika, af því, sem að ffaman getur, til kl. 11—12 að kveldi og bafði þá oft ekki smakkað v°tt né þurrt frá því kl. 3 síðdegis. Eu nú var búið að færa frá, búið að slíta liinni ástúðlegu samveru móður og afkvæmis í grænum högunum, við sól og sumarbjartar nætur, samveru, sem eigi hafði varað lengur en l/2~ 1 mánuð, eftir því live snemmbær ærin hafði verið. Lömbin v°ru setin heima við bæ 4—6 daga, meðan þau voru að venjast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.