Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1946, Side 88

Eimreiðin - 01.07.1946, Side 88
232 FRÁ LANDAMÆRUNUM ICIMREIÐIN yfir sig, dr. Cannon kveikti ljósin og gekk til hennar, tók kápuna af herðum hennar og leysti hendur hennar. Við sáum um leið, að hún hafði í höndunum þrjá smámuni úr málmi, en að hendur hennar, andlit og fötin var allt atað ó- hreinindum. Eim\ig var nokkur hluti kápunnar, sem hún hafði haft á herðunum, mjög útötuð í óhreinindum. Dr. Cannon vakti nú Rhondu úr dáleiðslunni, og var fundinum þar með lokið. Við getum enga skýringu gefið á atburðum þeim, sem hér hefur verið skýrt frá, en við hikum ekki við að segja, að í heimi vorum séu til og starfi viss máttarvöld, sem almenningur hefur hvorki hug- mynd um né skilur, enn sem kom- ið er. (Undirskrift). Margaret Perry, Ricliard Charles Perry. (Síðar munu ef til vill birtast fleiri vottfestar frásagnir af til- raunum dr. Cannons). FIRÐHRÆRINGAR. Hreyfing hluta, án þess að þeir séu snertir og án þess að hreyf- ingunni valdi nokkrir þekktir kraftar, svo sem segulafl, raf- magn, þyngdarlögmálið o. s. frv., er gamalkunnugt fyrirbrigði. Tele- kinesis nefndu sálarrannsókna- mennirnir þetta, en það orð hefur verið útlagt firðhræringar á ís- lenzku. Vísindamenn hafa löngum gaman af að finna upp ný heiti á gömlum og alþekktum fyrirbær- um. Orð eins og skyggni, galdrar, uppvakningar, fylgjur o. s. frv., urðu of alþýðleg, ekki nógu vís- indaleg, og þá var farið að taka upp ný nöfn. Eitt nýjasta nafnið er psychokinesis. Það gefur í raun- inni ekkert nýtt til kynna um þau fyrirbrigði, sem það á að tákna og áður voru nefnd telekinesis eða firðhræringar. En það hefur nú verið tekið upp í titil hávísinda- legrar ritgerðar, sem Ameríska sálarrannsóknafélagið birti nýlega um tilraunir með 54 háskólastú- denta. Voru þeir látnir kasta ten- ingum með það takmark fyrir aug- um að einbeita huganum að því, að ákveðinn flötur teninganna kæmi upp. Allt var þetta fi'am- kvæmt með hinni ýtrustu ná- kvæmni, og kom í ljós, að árang- urinn varð 171 stigi betri en búast mátti við, ef tilviljunin ein hefði ráðið. I skýrslu tilraunamannanna er talið sannað með þessum til- raunum, „að mannshugurinn geti haft bein áhrif á efnið úr fjar- lægð, með aðferðum, sem eðlis- fræðingar nútímans skilja ekki enn sem komið er“. DULRÆNAR FRÁSAGNIR FRÁ ÍSLANDI. Á síðastliðnu sumri dvaldi hér á landi sálarrannsóknamaðurinn enski Horace Leaf og hélt hér fyr- irlestra um sálræn fyrirbrigði. Hann ferðaðist einnig víða um landið. Meðan hann dvaldi hér, birtust eftir hann nokkrar greinir frá Islandi í enska vikublaðinu „Psychic News“, sem kemur út í London. I greinum þessum skýrði hann frá ýmsum dulrænum fyrir- brigðum, sem gerzt hefðu á Is- landi, og vöktu greinir hans all- mikla eftirtekt. Nokkurrar óná- kvæmni gætti í sumum atriðum, en yfirleitt munu frásagnir þessar hafa verið rétt og samvizkusam- lega skráðar. Horace Leaf lét mjög vel af komu sinni hingað — og hyggst að skrifa bók um ísland, sem koma mun út bráðlega. Hann er kunnur rithöfundur og land- fræðingur, þó að mesta athygh hafi hann vakið fyrir dulrænar gáfur sínar og rannsóknir dular- fullra fyrirbrigða.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.