Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1946, Blaðsíða 90

Eimreiðin - 01.07.1946, Blaðsíða 90
234 LEIKLISTIN EIMREIÐIN lendingum, og það er norrænt blóð í Skotum“. Þess má geta, að Leikfélag Keykjavíkur sýndi sjónleik eftir skozkan höfund, J. M. Barrie, 1935—36. Leikurinn hét „í annað sinn“, hafði Ragnar Kvaran þýtt hann, og tókst hann með ágætum. En þar sem Barrie skrifaði leikrit sín fyrir ensk leikhús og leikirnir snerust nær ávallt um Englend- inga og það sem enskt var, skrifar Bridie oftast fyrir skozk leikhús, og nær undantekningarlaust eru persónur hans Skotar, og kemur það þá heim, að sýningin á sjón- leik Bridies í Hafnarfirði sé fyrsta tilraun til að kynna skozka leikritun hér á landi. Annars hef- ur James Bridie heldur en ekki átt upp á pallborðið hjá Englend- ingum, og er fróðlegt að lesa það, sem t. d. Lynton Hudson skrifar um Bridie í „The Twentieth Cent- ury Drama" (Harrap &Co., Lond- on 1946). Segir hann þar hiklaust, að James Bridie og J. B. Priestley séu þeir tveir nýrri höfunda, sem rita leikrit á enska tungu athygl- isverðast og með mestu nýja- bragði. Virðist Mavor læknir vel að þeirri kynningu kominn, sem ég hef átt nokkra sök á, en Leikfélag Hafnarfjarðar þó fyrst og fremst. — Til að fyrirbyggja allan mis- skilning, skal það samt sagt, að „Pósturinn kemur“ flytur ekki frekar neinar æðri meiningar en „Hvítra manna farmur" (Tonde- leyo). Höfundinum þykir augsýni- lega gaman að tefla persónum sýnum í uppnám, og hann leikur sér að því að útbúa sérhverja þeirra með sérkennilegri skap- höfn, en það er eins og Lynton Hudson segir: „Þegar fólkið fer úr leikhúsinu, þá hefur það á til- finningunni, að það hafi verið á skrambans skemmtilegu ralli, þar sem nóg var um drykkjarföng og fjörugar samræður: bezta skemmt- un, en maður er dálítið ruglaður í kollinum og ekki alveg með á nótunum um allt þetta fólk og hvað samtalið eiginlega snerist um“. — Og leyfist mér svo að lok- um að segja, að tvær leikkonur, önnur í Reykjavík, en hin í Hafn- arfirði, gerðu hlutverkum sínum í báðum þessum leikritum, sem hér hafa verið gerð að umtalsefni, svo góð skil, að maður minnist leikrit- anna lengi fyrir leik þeirra. Leik- konurnar eru þær Inga Þórðar- dóttir, sem lék Tondeleyo, og Herdís Þorvaldsdóttir, sem lék Jenny í „Pósturinn kemur“. í fyrra lauk ég hugleiðingum mínum um leiklistina á vetrinum með því að gefa einskonar ein- kunnir fyrir frammistöðu leikenda og leikstjórnarmanna. Hugmyndin er ekki frumleg, hún er fengin að láni frá áðurnefndum George Jean Nathan í Ameríku. í þessum ein- kunnum kemur vitanlega fram persónulegt álit mitt, öðrum kann að sýnast á allt annan veg. Eink- unna-seðillinn fyrir veturinn 1945 —1946, lítur þannig út: Bezta leikrit: Uppstigning eftii' Sigurð Nordal. Bezta leikstjórn: Indriði Waage, Hvítra manna farmur (Tondeleyo). Beztur leikur í kvenhlutverki: Anna Guðmundsdóttir í Petr- ínu Skagalín í Uppstigningu- Beztur leikur í karlmannshlut- verki: Þorsteinn Ö. Stephen- sen í Brynjólfi biskupi Sveins- syni í „Skálholt“. Bezt einstakt leikatriði: Skriftii' jómfrú Ragnheiðar í „Skál- holt“ að viðstöddum Torfa prófasti, sem Gestur Pálsson lék. Beztur leiksviðsbúnaður: Verm- lendingarnir (Lárus Ingólfs- son, Ragnheiður Sölvadóttir og Hallgrímur Bachmann) • L. S.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.