Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1946, Blaðsíða 50

Eimreiðin - 01.07.1946, Blaðsíða 50
194 GERVIHETJUR eimreiðin En mótsetningarnir eru til — utan lands og innan — hafa alltaf verið til, síðan á dögum Grettis — og lengur. Þær gefur að líta i ýmsurn stéttum og stöðum — í opinberu lífi þjóðanna. Og á voruni dögum kveður mikið að þeim á vettvangi þeirra, er um örlög þess lieims fjalla, sem nú er í mótun. Gervihetjurnar hafa, alltof margar, sprottið upp eins og gorkúlur á grassverðinum yfir gröf- um píslarvottanna frá styrjaldarárunum, þeirra sem létu lífiö fyrir frelsið, fórnuðu blóði sínu fyrir nýjan og betri lieim. 1 ölduróti því, sem flæddi yfir löndin, meðan þjóðirnar voru að losna undan oki styrjaldarinnar, létu gervilietjurnar mikið til sín taka, mennirnir sem klæðast kufli frelsishetjunnar til þess að hylja nekt lítilmennisins. Þetta eru að jafnaði samvizkulið- ugir menn, fljótir að skipta um skoðun, fljótir að snúast á sveif með þeim, sem eru meiri máttar, en gegn lítilmagnanum. Hversu mörg dæmi mætti ekki nefna um slíka menn í hinum hersetnu löndum Evrópu, bæði meðan á hersetningunni stóð og um það bil, er þjóðirnar losnuðu úr viðjunum og tóku að byggja upp hið lirunda. Það urðu fleiri en þjónar réttlætisins, sem beittu ákæru- valdinu hina viðburðaríku daga ársins sem leið, meðan sigur- vegararnir héldu innreið sína í borgir og bæi. Gervihetjurnar letu óspart til sín taka í skjóli glundroðans og ófullnægjandi eftirlits- Jafnframt því að verða gleðidagar urðu þessir dagar einnig tíma' bil glæpa og ofbeldisverka. Saklausir menn voru ákærðir, fangel8' aðir, ■— jafnvel skotnir fyrirvaralaust án dóms og laga. Ómennin notuðu sér öngþveitið til persónulegra hefnda. Yér þekkjum dæmi um gervilietjur, sem slá sig til riddara á rogt um sína eigin landa, menn, sem vilja sýnast í stað þess að vera» menn, sem reyna að blekkja þjóð sína, sem slá sér upp á getsökum um menn og málefni, jafnvel lieilar þjóðir — menn, sem reyna að gera alla að sömu bleyðunum og þeir eru sjálfir, sem varast að skapa öryggi, af því öryggisleysið er þeirra skálkaskjól, sem telja þjóð sína á að launa gott með illu, sem vilja, að þeir, sem eiga ai^ vaka á verðinum, sofi. Þessir menn ríða oft „í litklæðum“ og berast mikið á, eins og Gísli forðum. Þessvegna láta menn svo oft blekkjast af geipal’ þeirra. En fyrir glöggskyggnri þjóð fá þeir ekki didið sitt rétta eðl> til lengdar. Grettir var glöggskyggn á slíka. Hann sá fljótt um úr bjórnum á Gísla og veitti lionuni launin, svo sem efni stóðu til-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.