Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1946, Side 50

Eimreiðin - 01.07.1946, Side 50
194 GERVIHETJUR eimreiðin En mótsetningarnir eru til — utan lands og innan — hafa alltaf verið til, síðan á dögum Grettis — og lengur. Þær gefur að líta i ýmsurn stéttum og stöðum — í opinberu lífi þjóðanna. Og á voruni dögum kveður mikið að þeim á vettvangi þeirra, er um örlög þess lieims fjalla, sem nú er í mótun. Gervihetjurnar hafa, alltof margar, sprottið upp eins og gorkúlur á grassverðinum yfir gröf- um píslarvottanna frá styrjaldarárunum, þeirra sem létu lífiö fyrir frelsið, fórnuðu blóði sínu fyrir nýjan og betri lieim. 1 ölduróti því, sem flæddi yfir löndin, meðan þjóðirnar voru að losna undan oki styrjaldarinnar, létu gervilietjurnar mikið til sín taka, mennirnir sem klæðast kufli frelsishetjunnar til þess að hylja nekt lítilmennisins. Þetta eru að jafnaði samvizkulið- ugir menn, fljótir að skipta um skoðun, fljótir að snúast á sveif með þeim, sem eru meiri máttar, en gegn lítilmagnanum. Hversu mörg dæmi mætti ekki nefna um slíka menn í hinum hersetnu löndum Evrópu, bæði meðan á hersetningunni stóð og um það bil, er þjóðirnar losnuðu úr viðjunum og tóku að byggja upp hið lirunda. Það urðu fleiri en þjónar réttlætisins, sem beittu ákæru- valdinu hina viðburðaríku daga ársins sem leið, meðan sigur- vegararnir héldu innreið sína í borgir og bæi. Gervihetjurnar letu óspart til sín taka í skjóli glundroðans og ófullnægjandi eftirlits- Jafnframt því að verða gleðidagar urðu þessir dagar einnig tíma' bil glæpa og ofbeldisverka. Saklausir menn voru ákærðir, fangel8' aðir, ■— jafnvel skotnir fyrirvaralaust án dóms og laga. Ómennin notuðu sér öngþveitið til persónulegra hefnda. Yér þekkjum dæmi um gervilietjur, sem slá sig til riddara á rogt um sína eigin landa, menn, sem vilja sýnast í stað þess að vera» menn, sem reyna að blekkja þjóð sína, sem slá sér upp á getsökum um menn og málefni, jafnvel lieilar þjóðir — menn, sem reyna að gera alla að sömu bleyðunum og þeir eru sjálfir, sem varast að skapa öryggi, af því öryggisleysið er þeirra skálkaskjól, sem telja þjóð sína á að launa gott með illu, sem vilja, að þeir, sem eiga ai^ vaka á verðinum, sofi. Þessir menn ríða oft „í litklæðum“ og berast mikið á, eins og Gísli forðum. Þessvegna láta menn svo oft blekkjast af geipal’ þeirra. En fyrir glöggskyggnri þjóð fá þeir ekki didið sitt rétta eðl> til lengdar. Grettir var glöggskyggn á slíka. Hann sá fljótt um úr bjórnum á Gísla og veitti lionuni launin, svo sem efni stóðu til-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.