Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1946, Page 34

Eimreiðin - 01.07.1946, Page 34
eimreiðin ísland 1945. STUTT YFIRLIT. VEÐRÁTTAN á síðastliðnu ári var yfirleitt mild um land allt. Grasspretta reyndist í meðallagi sunnan lands og vestan, en góð norðan og austan lands, enda varð nýting ágæt í síðarnefnduin landslilutum, einkum þó á Norðausturlandi. Úrkomur voru aftur á móti allmiklar um sláttinn á Suður- og Vesturlandi. Veðráttan á Norðaustur- og Austurlandi yfir sumarið og liaustið var með af- brigðum góð. Meðalliiti ársins var í Reykjavík 6,1 st. eða 1,2 st. vfir meðallag, en í júli var liann 12 stig eða 1 st. yfir meðallag. LANDBtJNAÐURINN tók í ýmsu framförum á árinu, að því er snerti notkun búvéla. Um 200 bændur eignuðust dráttarvélar — og auk þess ýms búnaðarsamtök stærri dráttarvélar. Með vélurn þessum, sem fluttar voru inn frá Bandaríkjunum, fylgdu að jafn- aði einbverjar nýjar vinnuvélar, og befur þetta flýtt búnaðarfrain- kvæmdum og sparað fólkshald, þar sem vélunum verður við komið. Annars gekk öllu betur en áður að fullnægja eftirspurninni eftir kaupafólki. Ráðningarskrifstofa landbúnaðarins starfaði frrt sumarmálum til loka júlímánaðar. Vikukaup karla um sláttinn var algengast eins og í fyrra kr. 275—300, og kaupakonur höfðu um sama tíma kr. 175—200 á viku. Um 30 Færeyingar voru ráðmr bingað til landbúnaðarstarfa yfir sumarið. Sauðfjárslátrun varð öllu meiri en árið áður. Meðal-skrokkþungi dilka varð 13,85 kg. (14,32 kg. árið 1944). Slátrað var 345.01-^ dilkum (1944: 333,673) og 44.380 fullorðins fjár (1944: 39.263)- Kjötmagn varð 5549 tonn (1944: 5637 tonn). Út voru flutt af kjötframleiðslu ársins 1944 263 tonn af freðkjöti og 179 tonn af saltkjöti fyrir 1 millj. 385 þús. kr., en 5195 tonn seldust innan lands. Freðkjötið seldist í Englandi, en saltkjötið var gjöf tn Noregs, keypt fyrir samskotafé til hjálpar bágstöddum Norð-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.