Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1946, Page 70

Eimreiðin - 01.07.1946, Page 70
214 FLÓTTI EJMREIÐIN þar einir inni. Hermann prófessor hafði fyrir nokkru talað við Sæmund, þeir liöfðu í samraði gert þær athuganir, sem þeir töldu nauðsynlegar. Röntgenmyndir lágu nú á borði Sæmundar læknis, og þær áttu að gefa fullnaðarsvar. Hermann prófessor hafði ekki verið í neinum vafa um, að rétt væri að leita til Sæmundar. Hann gat treyst þessum gamla vini sínum í livað sem færi. Sæinundur var þagmælskur, hvort sem mikið eða lítið lá við. Hermann liugsaði varla framar um afmælisgreinina. Stundum livísluðu andvökupúkarnir að honum, að þessi gamli andstæðingur lians hefði sent lionum dulbúna aðvörun. En livaða máli skipti slíkt? Sæmundur var glöggasti sjúkdómafræðingurinn af öllum, hárviss í athugunum sínum, samanbitinn og þögull. Biðstofan lá í skugga. Gluggarnir sneru móti norðri. Konan settist út við glugga. Drengurinn stóð á stól og horfði út. Ein bifreið eftir aðra rann um götuna. Menn voru á gangi. Sumir voru að fara heim til sín og veifuðu göngustöfum sínum léttilega. Það var líkt og þeim fyndist dagsverkinu vera lokið vel og sam- vizkan létt. Drengurinn sá skrítinn karl, sem hafði miklu þykkari skó á öðrum fætinum en hinum. Hversvegna hafði maðurinn svona þykkan skó? Hann mundi ekki getað hlaupið, ekki flúið þó að hann þyrfti. Hann dró næstum því fótinn með þykka skónum á eftir sér. Svo kom drengur á þríhjóli fyrir liornið og lijólaði mannalega á gangstéttinni. Það lilaut að vera gaman að eiga slíkt lijól. Það var rautt og blátt. Ef til vill fengi hann svona hjól einhvern tíma. Andlit drengsins varð svo bjart. — Skuggarnir þyngdust í biðstofunni. Tíminn leið. Svo opnuðust dyrnar, og mennirnir tveir komu út. Drengurinn sneri sér við- Þessi livíti var víst sá, sem mamma lians ætlaði að tala við, en ekki liinn með gula andlitið, klæddur í gráan frakka. — Dreng- urinn sá, að maðurinn í frakkanum liafði dálitla lyklakippu i liendinni. Mennirnir tveir liorfðust í augu andartak, svo tókust þeir fast í liendur, tóku höndunum einkennilega saman. Sá hviti lagði lausu hendina ofan á báðar liendur þeirra beggja, seiU héldust saman. Til livers var það? Hvorugur mælti orð, og mað- urinn í frakkanum fór út. Drengurinn horfði aftur út um gluggann á lífið, sem var framundan.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.