Eimreiðin - 01.04.1954, Blaðsíða 21
(’ísli Sveirtsson:
Ríki og kirkja.
Stjórnarskrá Islands — sem nú heitir fullu nafni, eins og
kunnugt er, „Stjórnarskrá lýðveldisins fslands“ og er frá 17.
)úní 1944 — greinir grundvöll kirkju landsins þannig, og er það
VI. kaflinn (í 3 greinum):
Hin evangeliska lúterska kirkja er þjóðkirkja ó Islandi, og skal
rikisvaldið að því leyti styðja hana og vernda. — Breyta má
þessu með lögum.
Landsmenn eiga rétt ó að stofna félög til að þjóna guði með
þeim hætti, sem bezt ó við sannfæringu hvers eins; þó mó ekki
kenna eða fremja neitt, sem er gagnstætt góðu siðferði og alls-
herjarreglu.
Enginn má neins í missa af borgaralegum og þjóðlegum rétt-
indum fyrir sakir trúarbragða sinna, né heldur má nokkur fyrir
þá sök skorast undan almennri félagsskyldu. — Enginn er skyld-
ur til að inna af hendi persónuleg gjöld til neinnar annarrar
guðsdýrkunar en þeirrar, er hann sjálfur aðhyllist. — Nú er
maður utan þjóðkirkjunnar, og geldur hann þá til Háskóla Is-
lands eða einhvers styrktarsjóðs við þann skóla, eftir því sem á
verður kveðið, gjöld þau, er honum ella hefði borið að greiða
til þjóðkirkjunnar, enda heyri hann ekki til öðrrun trúarbragða-
flokki, er viðurkenndur sé í landinu. — Breyta má þessu með
lögum.
Svo mörg eru þau orð. Það, sem hér er nefnt þjóðkirkja, ber
eins vel nafnið ríkiskirkja, og má það til sanns vegar færa: Hún
hvílir á örmum ríkisins og rikisvaldsins, og eins annars staðar,
tar sem kirkjan er löglega viðurkennd (á sama grundvelli og
hér) sem aÖalkirkja landsmanna.
Það má segja, að ríkiskirkju-fyrirkomulagið hefjist hér og á
Norðurlöndum við siðaskiptin, er kaþólskan var afsögð og hin
svonefnda evangeliska-lúterska var, að því er taldist, leidd í lög,
°S var með því allt önnur skipan á komin en sú, er gilti páfa-
62. gr. —
63. gr. —
64. gr. —