Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1954, Blaðsíða 70

Eimreiðin - 01.04.1954, Blaðsíða 70
142 NORN f.imrkiðiN hugleiðingum við kámug kráarborð og drakk ódýran og illa lykt- andi landa.* Ég átti fáein y e n í vasa mínum, fékk þau í skiptum fyrir blóð mitt. Ameríska hjúkrunarkonan rak tómlátlega nál í horaðan handlegginn á mér og tappaði 250 teningssentimetra af blóði úr æðum mér, eins rólega og hún væri að pressa safa úr sítrónu. Til þess að vega á móti svimanum, hellti ég á eftir lyktsterkum landanum í æðar mínar í staðinn fyrir blóðið, sem ég hafði misst. Á nóttunni rölti ég um strætin, án takmarks, en Tokyo, sem fyrir fáum árum var að mestu rústir eftir styrjöld, var nú aftur orðin glaðvær borg, skrýdd marglitum rafljósum og iðandi af umferð og lífi. Borgin var eitt undirlieima-díki, þar sem menn og konur lifðu í kös, hvað innan um annað, eins og dýr. En eymdarástandið var mér eins konar fróun, og ég fann til gleði yfir því að vera að selja blóð mitt. Mér fannst ég með því svala hefndarþorsta þeim, sem í mér brann. Örvæntingarfullur andi minn dró með sér líkama minn niður í sorpið, og sjálfum leið mér eins og ég ráfaði einn og yfirgefinn í auðn og tómi. Dag nokkum hemlaði bíll snögglega, svo að ískraði í malbikinu, og staðnæmdist við hlið mér, þar sem ég var á rölti. Um leið og ég leit upp, sá ég, að Masa Kurino steig út úr bílnum. Sem snöggv- ast svimaði mig, eins og eftir blóðtöku. Masa Kurino var klædd loðfeldi, og hinn grannvaxni líkami hennar lýsti í öllum litum regnbogans frá rafljósum götunnar. Hún stakk hendinni undir handlegg mér, hló lágt og sagði: „Loksins hef ég fundið þig! Ég hef verið að leita að þér mán- uðum saman. Mér er sagt, að þú sért hættur að vinna.“ Hún talaði hásri og loðinni röddu, og það fór um mig titringur við að heyra hana. Mig langaði til að hlaupa burt, því að þessa stúlku vildi ég sízt sjá allra manna. Þó vöknaði mér um augu, meðan hún hélt í hönd mína. „Ó, hvað þú ert föluf! Ertu veikur? Hvers vegna skelfurðu svona?“ „Púh!“ dæsti ég. „Það er blóðtakan, ég hef verið að selja úr mér blóð. Þeir vissu það ekki þarna á ameríska spítalanum, blóðið í mér er harla lélegt og keyptu það fyrir þúsund yon- Nú er það sjálfsagt komið í umferð út í æðar einhvers hinna særðu hermanna frá Kóreu.“ „Þetta er þokkalegt að heyra!“ sagði Masa Kurino. „Þú hefur * SaJce: japanskur drykkur, áfengur. — Þýð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.