Eimreiðin - 01.04.1954, Blaðsíða 27
eimreiðin
RÍKI OG KIRKJA
99
skoðunum frjálslyndra manna, sem oft eru raddir uppi um.
Með öðrum orðum: Með þessum hætti er vissulega miklu auð-
veldara, ef vilji væri til, að koma fram nauðsynlegum endur-
bótum. Á alþingi fslendinga er einnig hægt að gera gangskör
að því með einföldu lagaboði að losa ríkið við kirkjuna, eða
kirkjuna við ríkið, með hvaða kostum sem væri, ef atkvæðaafl
er fyrir hendi til þess, — og það væri formlega hægt að gera
það á einu alþingi, hvort sem hún yrði leyst út með ríkuleg-
um heimanmundi eða kastað út á gaddinn. En þar setur 79. gr.
stjskr., 2. málsgr., þær skorður við fullnaði verksins, að leggja
skal málið — ef ætlað er að breyta sjálfri kirkjuskipaninni —
síðan undir þjóðaratkvæði, til samþykkis eða synjunar, og má
þá auðna ráða. Að vísu er ekki gerandi ráð fyrir neinu brauki
nu sem stendur, enda munu engar ráðagerðir frammi um neitt
þvílíkt með þjóðinni eða fulltrúum hennar. Hins er þó eigi að
dyljast, að ýmis sólarmerki benda eins vel til, að sólarlitlir dagar
geti verið í vændum í kirkjumálum landsins, sinnuleysi almenn-
lngs í kristnihaldi og afskiptaleysi hinna ráðandi manna eða stjórn-
srvalda um aðkallandi hagsmunamál „hinnar íslenzku þjóð-
kirkju“. En auðsætt er, að eigi má svo til ganga, ef vel á að
fara.
En kirkjan er hér í nokkurskonar úlfakreppu. — Það er nú
viðurkennt víðast hvar, þar sem svo er ástatt í kirkjumálum sem
hjá oss, eða þar sem „kirkjan er háð ríkinu“, og þá einkanlega
a Norðurlöndum, að grundvöllur þess, að eðlileg og nauðsyn-
^eg samvinna þessara aðila blessist, verður að vera, að á milli
þeirra ríki fullt trúnaSartraust og full velvild, laust við allan
pólitískan flokksklikuskap, sem nú er hættulegasta meinið i öll-
um lýðræðislöndum, sem þó að öðru leyti vilja telja sig laus við
einræðistilhneiging. Vilji til þess að ráða bót á öllu því, sem af-
^ga fer að beztu manna yfirsýn, verSur að vera fyrir hendi
°g þróast hjá valdhöfum, annars vegar, og næg sanngirni í
kvörtunum og kröfum kirkjunnar hins vegar. Þar verður ein-
samvinna að eiga sér stað, einnig með glöggum skilningi
þess, að margs er að gæta og margt að annast í þjóðfélögunum,
er eigi snertir kirkjuna sérstaklega og hennar mál. Fjárhagsgeta
þjóðarinnar, ríkisins, skammtar af; þess vegna er vart að vænta
geysi-fjárhæða hverju sinni til einstakra framkvæmda. En eins