Eimreiðin - 01.04.1954, Blaðsíða 57
EIMREIÐIN
ARABISKAR BÖKMENNTIR
129
varðveizt svo að segja óbreytt frá elztu tímum og fram á vora
daga. Hvert erindi skiptist venjulega í tvær jafnar ljóðlínur, sem
standa í hljóðstöfum eða ríma saman. Hefst hver ríma á nokkurs
konar mansöng. í mansöngnum lýsir skáldið sjálfum sér og sínum
tilfinningum. Venjulega er hann þá á ferðalagi á úlfalda sínum
°g margt manna í för með honum. Kveður hann þá um heimili
sitt, ættbálk sinn, fegurð náttúrunnar, liðnar lystisemdir úr lífi
sínu og ástmey sína. En eftir að mansögnum lýkur, hefst hið
eiginlega efni rímnanna: veiðiför, hemaður, hetjudáðir ættkvísl-
anna o. s. frv. Sum þessi ljóð eru sögulegs efnis, önnur ádeilur,
háðkvæði eða fjalla um blóðhefndir og bardaga. Þessi fornu
arabisku Ijóð voru kveðin undir mismunandi háttum og svara
einnig í því efni til íslenzku rímnanna.
Hin helga bók Múhameðstrúarmanna, Kóraninn (koran = lesn-
ing),* veldur aldahvörfum í bókmenntum Araba, og með gildis-
töku hennar hefst nýtt tímabil í menningarsögu þeirra. Á árunum
044-—56, á stjómarári þriðja kalífans af Uthman-ætt, var Kóran-
inn löggiltur sem trúarbók, en ekki var endanlega lokið við að
ganga frá texta hennar fyrr en nálega þrem öldum síðar, eða árið
933. Það er bókmenntalegu gildi Kóransins að þakka, að hinar
mörgu mállýzkur arabiskra þjóða hafa aldrei klofnað í mörg
Htmál, líkt og latínan klofnaði í rómönsku málin, heldur hefur
rttmál Kóransins orðið ritmál hinna arabisku þjóða, enda er hann
sú bók, sem allir Múhameðstrúarmenn, sem á annað borð eru
iæsir, læra að lesa. Ýmsar hugmyndir í Kóranum eiga rót sína
að rekja til eldri trúarbragða Arabaþjóða, svo sem lýsingar hans
a Paradís. Hitt er þá einnig jafn augljóst, að Múhameð hefur
°rðið fyrir áhrifum bæði frá kristnum mönnum og Gyðingum,
°g gætir þess hvors tveggja í Kóraninum. Nú orðið neita því fáir,
að Kóraninn sé merkileg bók, þrungin spámannlegri andagift,
þrátt fyrir ýmsar takmarkanir. Hann hefur verið þýddur á mörg
Evrópumál, og áhrif frá honum má finna í bókmenntum margra
Þjóða, svo sem Englendinga, Þjóðverja, Frakka, Hollendinga, Itala
°g Spánverja. Það var Skotinn Thomas Carlyle, sem manna bezt út-
rýmdi þeirri hugmynd, að Múhameð hefði ekki verið annað en
* Kóran, dregið af orðinu qara’a, þ. e. að lesa, mæla af munni fram.
Kóran þýðir allt í senn: fyrirlestur, framsögn, upplestur og lestur. Sjá
Pfank le Sage de Fontenay: Uppruni og áhrif Múhameðstrúar, Reykja-
vik 1940, bls. 34. Bók þessi, sem er fyrirlestrar, er de Fontenay, fyrrv.
Sendiherra Dana hér á iandi, flutti við Háskóla Islands veturinn 1939
~~1940, gefur gott yfirlit um arabiska menningu og trúarbrögð.
9