Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1954, Blaðsíða 66

Eimreiðin - 01.04.1954, Blaðsíða 66
138 ÖXIN RIMMUGtGUR eimrf.ibin henni voru unnin, og bera þær frásagnir allar það með sér, að hún hafi verið breið fyrir egg. Þessi mannkynssaga getur þess ennfremur, að her Haralds Guðinasonar hafi aðallega verið vopn- aður öxum og spjótum. Aðrar heimildir um Harald Guðinason og orrustur hans geta þess, að hann, sem verið hafi garpur, mikih að vexti og afli, hafi borið vígöxi eina svo mikla, að hann hafi fellt með henni í einu höggi riddarann og hestinn. Þetta þætti vísast ósennilegt í íslendingasögum, — þó að það sé hvergi nærri eins fjarstæðukennt eins og það kann að virðast í fljótu bragði. Ennfremur segir þar, að hann hafi frá upphafi haldið fram þess- um öxum og vopnað garpa sína með þeim, þegar hann fékk mannaforráð, og að þær hafi mest verið tvíhentar, en ekki verið borinn með þeim skjöldur. Haraldur er talinn falla árið 1066. Sé það rétt, að þessar axir hafi tíðkazt nokkuð á tíð Haralds, þá virðist ekkert ómögulegt og jafnvel fremur sennilegt að ein- staklingar þeirra hafi verið til í byrjun elleftu aldar, þegar Njála getur fyrst um Rimmugýgi. í Þjóðminjasafninu í Reykjavík er varðveitt öxin, sem Agnes og Friðrik voru höggvin með, og er venjuleg ruðningsöxi. Hún er stór að vísu, en þó ekki svo þung, að hún sé ekki vopnhæf fyrir vaskan mann. En það er auðséð hverjum þeim, sem ber skyn á járnsmíði, að auðvelt hefði verið, með því að fara öðruvísi með efnið, að lengja egg hennar allt að þriðjungi, án þess að hún yrði þyngri, og væri þá fengin sú stærð, sem ætla má eftir sögunni að Rimmugýgur hefði. Mér þykir leitt að geta ekki svarað afdráttarlaust spurningunni, sem ég varpaði fram í byrjun. Vænti ég þess þó, að mér verði ekki láð það, því að órækar sannanir vantar. Ég ætlaði aðeins að benda á nokkrar þær líkur, sem frá sjónarmiði leikmanna benda til þess, að Njála geti lýst vopninu rétt. Meðan sannanir vantar gegn tilveru Rimmugýgjar, mættu lærdómsmenn vara sig á að neita henni alveg. Sem stendur er ekki fyrir hendi fé til víðtækra fornminjaleita. En kæmi einhvern tíma til þess, að þar fari fram hlutlaus og gaumgæfileg rannsókn, áður en þjóðin hefur gleymt örnefnum og öðrum fróðleik, sem hafa má til hliðsjónar, gæti vel svo farið, að sú rannsókn ætti eftir að gera afneiturum okkar tíma ein- hvem grikk. Skal aldrei að óreyndu tileinka þeim hinn kaldræna málshátt: „Bezt er að tala nóg — ætíð er hægt að taka aftur.“ Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.