Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1954, Blaðsíða 28

Eimreiðin - 01.04.1954, Blaðsíða 28
100 RlKI OG KIRKJA eimreiðin og þegar hefur verið látið í 1 jós: Það má ekki þolast, að hin lög- festa kirkja þjóðarinnar sé gerð að hornreku í einu eða öðru tilliti. — — Skal nú hér vikið nokkuð að þeim tökum, sem þjóðkirkjan hefur í ríkinu á því að sinna sínum málum og ráða allmiklu um þau, þótt flest af því sé meira í ráðgefandi eða tillöguformi heldur en ákvarðandi, ef um mikilvæg efni er að ræða, — nenia að því er varðar embættislegar framkvæmdir og þess háttar atriði, sem falin eru óskoruð þjónum kirkjunnar til meðferðar. Ber hér fyrst til að nefna hin fastskipuðu stjórnarvöld kirkj- unnar, kirkjumátlaráÖuneyti og biskup, sem faldar eru á hendur margvíslegar ráðstafanir, bæði með og án aðstoðar löggjafar- valdsins eftir því sem við á. Til ráðagerða og áherzlu um kristin- dómsmálin, svo og til uppbyggingar klerkdóminum innlmrðis, er hin árlega prestastefna (Synodus), sem er gróin stofnun og hefur lengstum notið álits, þótt úrslitavald sé þar ekki i þessum efnum að jafnaði. Og í hverju prófastsdæmi eru héraðsfundir og í sóknum safnaðarfundir, sem gætu sýnt málefnaáhuga, en allt of litið virðist þó kveða að. Enn er KirkjuráS hinnar íslenzku þjöSkirkju, sem sett var á laggirnar með lögum frá 1931 (nr. 21, 6. júlí) og er skipað kjörnum fulltrúum lærðra og leikra. Getur það samkvæmt ákvæðum laganna haft þýðingarmiklu hlutverki að gegna, ef á eftir er fylgt. Því er falið það verkefni að „vinna að eflingu íslenzkrar kristni og styðja að trúar- og menningaráhrifum þjóðkirkjunnar11, bæði með því að „íhuga og gera ályktanir um þau mál, er varða þjóðkirkjuna í heild og einstaka söfnuði“, og eins að „stuðla að frjálsri starfsemi til efl- ingar kristnilífi þjóðarinnar, mannúðar- og líknarstarfsemi“. —- Kirkjuráðið hefur ráSgjafaratkvœSi og tillögurétt „um þau mál, er kirkjuna varða og heyrir undir verksvið löggjafarvaldsins (eða framkvæmdarvaldsins), svo og þau mál önnur, er kirkjustjórnin kann að leita álits þess um“. — SamþykktaratkvæSi og ákvörS- unarvald hefur ráðið um guðsþjónustur kirkjunnar og kirkju- legar athafnir, í samráði við prestastefnuna. Ennfremur getur löggjafarvaldið falið Kirkjuráði mál „til meðferðar og fullnaðar- ákvörðunar“, en þar er undir hælinn lagt, hvort eða að hve miklu leyti sú leið er farin. Nokkur fleiri atriði getur og verksvið þess náð yfir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.