Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1954, Blaðsíða 39

Eimreiðin - 01.04.1954, Blaðsíða 39
EIMREIÐIN BRÆÐURNIR 111 °g máð, en maður og kona eru það, maður nokkur og konan hans. Segjum, að nöfn þeirra séu gleymd eins og ævi þeirra. Verið get- Ur, að blóð þeirra streymi enn; verið getur, að önn þeirra blómgist enu þá meðal niðjanna. Ég þekki ekkert fegurra á jörðinni en slíkan legstein með mynd af manni og konu, hjónum, sem voru eitt og stóðu saman í yndi og mótlæti og sofa í sama rúmi og Undir sama þaki til dómsdags. Ókunnug hittast þau og skilja aldrei síðan, ekki einu sinni í dauðanum. Hann settist á þrepið við grafklefann hjá ganginum, og án Þess að líta upp, hélt hann áfram: ■— Maður og kona, sem hafa verið tvígift, eru ekki nema hálf, of.vrirlátsöm hljóðfæri, villuráfandi verur, sem ég aumka, því ohamingja þeirra tekur engan enda fyrr en á dauðastundinni. Hvernig getur maður orðið eitt með tveim konum eða fimm eða tlu? En það hlýtur þó að vera æðsta markmiðið, að þau tvö verði eitt. Hvort það er markmið náttúrunnar, veit ég ekki, en það er niarkmið mannanna, og fyrir mér er það aðalatriði. Þetta er hið ta?ra og svala lífsins vatn, sem þau fylla með hið grófa ker, sem Sert er úr leir jarðar. Hörðum höndum og óþreytandi hafa þau hnoðað eimyrju skapferlis síns. unz þau skópu hina fegurstu allra mynda, myndina þarna á legsteininum. Fyrir hugarsjónum mér ris upp af þessum legsteini laufskáli, þar sem fuglamir kvaka lnni, en árin með skuggum og skini þjóta yfir. Ef ég kynni að leika á orgel, mundir þú skilja mig betur, Eiríkur. Þegar leikið er á orgelið og kirkiugólfið endurómar af fótataki og börn og Ramalmenni ganga fram og aftur um steininn ... eiginlega sé eg þá fyrst laufskálann grænka og heyri fuglasönginn. Eiríkur vöðlaði húfunni svo ákaft, að hún hringsnerist milli þnnda honum, en til að sýnast rólegur, settist hann á þrepið eina alin frá bróður sínum. Eabian hélt áfram: — Hirðum ekki um oflátunginn Rómeó og Júlíu hans. Hvar sem eru nógu ungar og nógu óbilgjarnar verur, þurfa þær ekki að Sera annað en láta eftir ástríðum sínum til þess að koma öðrum eins gauragangi af stað. Ef ég virði fyrir mér oflátunginn og unn- Ustu hans. endurvakin til vitundar og lífs, þegar þau ganga út Ur skemmtigarðinum til þess að þjóna hvort öðru til æviloka, sé eg, hvort þau eru raunverulegir unnendur eða ekki. Annað þeirra getur verið það, en hitt ekki ... og svo veslast bæði upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.