Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1954, Blaðsíða 58

Eimreiðin - 01.04.1954, Blaðsíða 58
130 ARABISKAR BÖKMENNTIR eimreiðin hættulegur falsspámaður. í bók sinni „Um hetjur og hetjudýrk- un“, sem út kom árið 1841, lýsti Carlyle honum sem einum af mestu spámönnum mannkynsins, og erfitt mun að hnekkja þeim ummælum með frambærilegum rökum. Um Kóraninn kemst Carlyle þannig að orði í sömu bók: „Múhameðstrúarmenn sýna Kóraninum svo mikla lotningu, að fáir kristnir menn munu sýna Biblíunni aðra eins. Hann er talinn fullkominn mælikvarði fyrir réttri breytni í lífinu, boðskapur, frá himnum sendur, til mann- anna, sem öllum beri að kynna sér. Dómararnir dæma eftir hon- um, öllum Múhameðstrúarmönnum ber að lesa hann. Þeir lesa hann á hverjum degi í musterum sínum---. í tólf hundruð ár hefur boðskapur hans hljómað daglega frá bænhúsunum til eyrna mannanna og hjartna. Vér höfum heyrt getið um doktora Mú- hameðstrúarmanna, sem hafa lesið hann sjötíu þúsund sinnum!“ Á 7. og 8. öld gerðu Arabar margar innrásir í nágrannalöndin, Sýrland, Persíu, Irak, Egyptaland, Norður-Afríku og Spán, og lögðu þau að meira eða minna leyti undir sig. í löndum þessurn stofnuðu þeir ríki undir arabiskri stjórn, og náði arabisk menning mikilli útbreiðslu á þessu tímabili, svo sem í ríkjum Serkja í Norður-Afríku og á Spáni. Vísindi og listir blómguðust, og ný stefna hófst í ljóðagerð, sem var í ýmsu frábrugðin hinni fornu ljóðagerð Araba. Skáldið Ómar ibn-abi-Rabiah (d. um 719) orti rómantísk ástaljóð, sem náðu miklum vinsældum, og fleiri skáld ortu í sama anda. Stjörnufræði og læknislist voru þau vísindi, sem mest voru iðkuð af Aröbum. Jafnframt urðu þeir fyrir menningaráhrifum frá Hellenum, Gyðingum, kristnum mönnum, Indverjum og fleiri þjóðum og trúarflokkum. Árið 772 kom óþekktur Hindúi til borgarinnar Bagdad og flutti með sér indversk rit um stærðfræði og stjörnufræði, sem þýdd voru á arabisku og höfðu mikla þýðingu fyrir arabisk vísindi. Meðal annars fengu Arabar þaðan töluorðin, en þaðan tóku svo vestrænar þjóðir þau upp. í Bagdad var settur á stofn eins konar háskóli, sem nefndist Hús vizkunnar, og var hann vígður árið 830. Varð þar miðstöð arabiskra vísindaiðkana, einkum í læknisfræði og stjörnufræði, en einnig málvísinda og bókmenntaiðkana. Á Spáni var reist önnur mikilvæg menningarmiðstöð, þar sem var háskóli Serkja í borg- inni Cordova. Við þann háskóla starfaði rithöfundurinn Al-Quli á ríkisstjórnarárum Hakams II (961—76). Hann reit meðal annars merkilega bók um fornmenntir Araba. Ibn-Abd-Rabbihi hét annað skáld, sem uppi var í Cordova á 9. öld og naut mikillar hylli fyrir Ijóð sín, enda gerði kalífinn hann að lárviðar-skáldi sínu. Þriðji
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.