Eimreiðin - 01.04.1954, Blaðsíða 41
EIMREIÐIN
BRÆÐURNIR
113
Eiríkur settist snöggklæddur við skrifborðið og tók fram vesk-
sitt, velti fyrir sér seðlunum og taldi þá.
Veturinn er liðinn, og nú hefðum við átt að fara heim og heilsa
UPP á gamla fólkið. Jæja, með því að ég hef brotið af mér, verð
eS líka að bæta úr því. Ég veit reyndar hvernig, einungis ef pen-
lr*garnir endast ... Fyrst skrifa ég heim og segi frá öllum at-
vikum ... og svo fer ég með ungfrú Maríu í vagninum. Fabian
kemur eflaust á eftir, engin hætta á öðru.
Hann leit yfir götuna og sá, hvernig móðir ungfrú Maríu dró
UPP rennitjaldið og settist við hannyrðir sínar. Hún var ekkja
eftir lágt settan liðsforingja á eftirlaunum og sómdi sér prýði-
tega með fjólubláa borðann um höfuðið, en fátæklegt var þar
inni, og Eiríki svall móður. Þegar hann enn einu sinni hafði talið
seðlana, fór hann í sín beztu föt og setti á sig hvítan hálsklút.
— Nú fer ég og bið stúlku fyrir hönd Fabians, sagði hann,
gekk yfir götuna og hringdi dyrabjöllunni.
Nokkrum dögum síðar var ekið ruggandi léttivagni úr borginni
eftir veginum til Sigtúna. Eiríkur ók, og við hlið hans sat ung-
frú María með veski og sjöl á knjánum og nýjan, stóran ullar-
hatt á höfði.
Hann notaði taumana fyrir svipu, og þau þutu áfram í jóreyk.
■— Nú á litla ungfrú María ... litla, fagra ungfrú María ... að
dveljast heima hjá okkur í sumar, þar til bréf kemur frá Fabian
R^eð fréttir um, að hann hafi fengið einhverja stöðu. Þá skal verða
reist tignarhlið yfir grindina, og svo höldum við brúðkaup í þrjá
haga. Ég segi við, því að ég á mína hlutdeild í þessu, og nú
vil ég ekki lengur sitja og masa, heldur fáum við okkur þúunar-
kossinn ... Sjáum til! Fabian hefur víst aldrei þorað að kyssa
Maríu litlu, en ég hef þá í eitt skipti fyrir öll tekið að mér að
vera fyrirrennari hans og skjaldsveinn.
Hún tók við taumunum, og svo þutu þau enn hraðar — fyrstu
hasjarleiðina. Grái hesturinn, sem hét Krónprins, vildi nú haga
sér eftir eigin geðþótta. Hann hélt áfram upp á sitt eindæmi
með taumana á taglinu.
— Hann er álíka einþykkur og Fabian, sagði María og lét taum-
ana liggja á fótapokanum, en Eiríkur litaðist um í óræktarmón-
um og minntist þess, er hann hafði gengið þar með bróður sín-
um. Nú sat lítill fugl á hverjum runni, og sjálfur var hann svo
glaður sem hann kæmi heim með dýran arf.
Á meðan fékk Krónprins að hvíla sig og blása mæðinni góða
stund, og þegar þau voru komin hálfa leið, stigu þau niður úr
8