Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1954, Blaðsíða 88

Eimreiðin - 01.04.1954, Blaðsíða 88
160 RITSJÁ EIMREIÐIN ættfræði. Þuð inun því reyna á bjart- sýnina um að halda útgáfunni áfram, unz henni er lokið, því að sizt mætti það henda að gefast upp á miðri leið, og hefði þá betur aldrei verið af stað farið. Þetta fyrsta bindi, sem hefur að geyma 3243 ættanúmer, hefst á inn- gangsorðum um safnandann, séra Einar Jónsson (1853—1931), eftir Benedikt Gislason frá Hofteigi. Þá er efnisskrá allra bindanna sjö, eins og höfundurinn gekk frá henni í hand- riti, og síðan ritar Einar Bjarnason um sjálft verkið, tilhögun útgéfunn- ar og fyrirkomulag. Sjálfur samdi Einar Jónsson greinargerð um ritið, aðdraganda þess og tilhögun, og er hún prentuð á undan sjálfum ættar- tölunum, sem hefjast á ætt Hákarla- Bjarna, en siðan eru raktar tvær meginkvislir þess ættbálks: Brimnes- ætt og Njarðvikurætt hin forna. En auk þess eru í þessu fyrsta bindi raktar ættir frá Þorsteini jökli, Melaætt og Geitdalsætt, svo og ættin fiá Þorsteini Finnbogasyni sýslumanni í Hafra- fellstungu, þar é meðal Burstarfells- ætt. Hefst svo næsta bindi, hið annað í röðinni, á Njarðvíkurætt hinni yngri. Séra Einar á Hofi vann mikið af- rek, þar sem er þetta mikla rit hans, og gegnir furðu, að hann skyldi af- kasta samningu þess í hjáverkum frá embættisstörfum og öðrum önnum. Vafaatriði koma víða fyrir um ættir, og hafa útgefendumir sums staðar gert um þau athugasemdir neðan- máls. Nokkuð skortir á, að taldir séu afkomendur að fullu, stundum aðeins einn eða tveir af fleirum börnum, og geta þá kunnugir leiðrétt og bætt við eftir því sem þeir þekkja til. Mikill fjöldi núlifandi manna um land allt kemur hér við sögu, é einn eða ann- an hátt, og mun margur hyggja gott til að geta kynnzt hér forfeðrum sín- um og formæðrum í marga liðu. —- Væntanlega bætist nýtt bindi við ár- lega, unz útgáfu alls verksins er lokið. Sv. S. ÁRBÓK LANDSBÓKASAFNS ISLANDS 1952 (Rvík 1953) hefur Eimreiðinni borizt. Flytur árbókin að venju auk skrárinnar um íslenzkar bækur og bækur um íslenzk efni, greinir um bókfræði, auk þess sem aðalbókavörður, Finnur Sig- mundsson, ritar hér minningargrein um Árna Pálsson, fyrrv. bókavörð, sem lézt 7. nóv. 1952. Pétur Sigurðs- son háskólaritari, sem um nokkur ar starfaði við safnið, ritar i þenna ar- gang grein um sextándu og seytjándu aldar bækur íslenzkar. Eru þetta við- aukar og athugasemdir við skrár Hall- dórs prófessors Hermannssonar í Is' landica IX, XIV og XXIX, en siðan þær skrár voru samdar, hefur Lands- bókasafnið eignazt nokkur rit, sem þar er ekki getið, og er ritum þess- um lýst í greininni. Jóhann Gunnar Ólafsson ritar um kvæðið Skagafjörð- ur eftir Matthias Jochumsson og dr- Richard Beck um sænsk-ameríska fræðimanninn og Islandsvininn dr. Adolph Burnett Benson, fyrrv. Pr0' fessor í Norðurlandamálum við Yale- háskólann í Bandarikjunum. Sv. S.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.