Eimreiðin - 01.04.1954, Blaðsíða 78
150
LEIKLISTIN
eimreiðiN
við enn í dag: spurningin um
það, hvort sjálfsblekkingin geri
manninn farsælan eða ekki,
hvort hægt sé að leita hamingju
í lífslygi, hvort sé betra, nakinn
sannleikurinn, hversu kaldur
sem hann kann að vera, eða
sjálfstálið. Málsvari sjálfsblekk-
ingarinnar, Relling læknir, kveð-
ur upp úr með þá skoðun, í
leiknum, að um leið og maður
sé sviptur sjálfsblekkingunni,
sé hann sviptur hamingjunni.
Gegn skoðun læknisins stendur
Gregers Werle, sannleikspostul-
inn með kröfuhörkuna og mis-
kunnarlaust raunsæið, og bíður
lægra hlut. Átök hans í þjón-
ustu þess gerir sérgæðinginn og
sjálfsblekkjandann Hjálmar Ek-
dal að aumingja og dótturina,
Heiðvígu litlu, að sjálfsmorð-
ingja. Svo lýkur þeirri siðbót.
Spurning Hamlets, um ,,að
vera eða vera ekki“, leitar með
óstjómlegum þunga á snillings-
hug Ibsens, upp aftur og aftur
í verkum hans, og hvílir á hon-
um eins og farg. Hann glímir
við geigvænleika hennar í leik-
ritum eins og Brandi, Pétri
Gaut og víðar, en í „Villiönd-
inni“ verður sá, sem ákveður að
vera sannur, bölvaldur og bani
þeirra, sem hann ætlar að
bjarga, en sá ósanni, táldregni
og sjálfsblekkti lifir lífinu og
sættir sig við tilveruna svo lengi
sem blekkingin helzt. Um leið
og hún hverfur, hrynur allt í
rúst. Þessi myrka lífsskoðun
skáldsins myndi gera list hans
kalda og fráhrindandi, ef ekki
kæmi til skilningur hans og
samúð með vanmætti og ófull-
komleika mannanna, svo að
hvarvetna verður þess vart
gegnum skrápinn, að hjartað er
heitt, sem undir slær. En maður
verður að hjálpa sér sjálfur.
Aðrir geta það ekki. Hann verð-
ur að reka sig á sjálfur og frelsa
sig sjálfan. Þess vegna mistekst
Werle siðbótin. Ibsen er hér sem
oftar einstaklingshyggjumaður-
inn par excellence. Björnson
hefði leyst viðfangsefnið í „Villi-
öndinni" öðruvísi. Hann fæst við
svipað vandamál í sjónleik sín-
um: „Gjaldþrotið". Þar er það
Berent málfærslumaður, sem
sviptir sjálfsblekkingunni af
hrynjandi heimili gjaldþrota
manns, með farsælum afleiðing-
um fyrir alla aðila. í „Villiönd-
inni“ skilur Ibsen við heimili í
rúst, með því að láta svipta
sjálfsblekkingunni af því. Björn-
son getur með engu móti sætt
sig við sjónarmið Rellings lækn-
is. Þess vegna kemst hann svo
að orði: „Gangurinn í „Villi-
öndinni" byggist, svo sem kunn-
ugt er, á því, að hinn fjórtán
ára gamli píslarvottur trúi föð-
ur sínum, sem naumast getur
satt orð talað. Nú vitum vér,
að enginn verður þess fljótar
áskynja en börnin, hvort treysta
má orðum þeirra, sem þau eru
upp á komin. Frá því hún (þ- e-
Heiðvíg) var fjögra ára, hefur
hún vitað hvernig í öllu lá. Se
nokkur í vafa, þarf ekki annað
en minnast móðurinnar" (Eimr.
IV, bls. 44—45). Það eru nú sjö-
tíu ár síðan „Villiöndin varð
til. Hún er því gamalt leikrit,
en úrelt er það ekki. Því myndi
enginn heilvita maður þora að