Eimreiðin - 01.04.1954, Blaðsíða 59
EIMHEIUIN
ARABISKAR BOKMENNTIR
131
höfundurinn frá þessu tímabili var Ibn-Hazm, sem samdi braut-
^yðjandarit í samanburðarguðfræði. Serkneskar bókmenntir á
Spáni voru þýddar á spænsku og höfðu áhrif á franska og spænska
höfunda, svo sem La Fontaine og Cervantes á 16. og 17. öld.
■^rabiskir vísindamenn urðu lærifeður sumra mestu fræðimanna
í Evrópu, svo sem Rogers Bacon, og arabiskir heimspekingar
túlkuðu rit Platós og Aristótelesar af meiri skarpskyggni en flestir
a®rir. Á 10. öld sömdu arabiskir fræðimenn í Basra og Bagdad
slfræðibók í 52 köflum, en í henni var samankominn allur fróð-
leikur samtíðarinnar og allar þær heimspekistefnur, sem þá voru
kunnar, voru þar túlkaðar. Næstu fimm aldirnar hélt þessi al-
fraeðibókaútgáfustarfsemi áfram hjá Aröbum, og komu út mörg
r*t í þeirri grein og fleiri skyldum, svo sem ævisagnarit, þar á
ttieðal eitt á 14. öld, í 26 stórum bindum.
Innrás Mongóla frá Austur-Asíu í löndin austan Miðjarðarhafs
úró mjög úr vexti Arabaríkjanna. Þannig lögðu Mongólar Bagdad
* eyði árið 1258. Krossferðirnar að vestan höfðu einnig sín áhrif
°g gáfu Aröbum annað að hugsa en að fást við bókmenntastörf.
Þó hélzt áhugi á þeim, og eftir að Mamlukkarnir (1250—1517)
höfðu komizt til valda í Sýrlandi og Egyptalandi, .veittu þeir
hfluga mótstöðu Mongólum og stöðvuðu framrás þeirra. Á þessu
tírnabili voru uppi skáldin Al-Busin, sem varð frægur fyrir rit
sitt, al-Burda (Möttullinn), um spámanninn Múhameð, og rithöf-
undurinn al-Maqrizi, sem samdi ævisögu Timurlenks, hershöfð-
iugja þeirra Mongólanna. Ennfremur ber að nefna Jalal-al-Din al
Suyuti, sem ritaði um hinar klassisku bókmenntir Islams, þýddi
þær og útskýrði.
Sú bók Araba, sem mesta athygli og útbreiðslu hefur hlotið á
Vesturlöndum, er Arabiskar nætur, sem Arabar nefna Alf Layla
vva-Layla, þ. e. Þúsund og ein nótt, en undir því nafni hefur hún
gengið hér á landi, síðan hún kom út í íslenzkri þýðingu Stein-
§rúns Thorsteinssonar, á árunum 1857—64. Árið 1934 komu út
n°kkur ævintýri úr Þúsund og einni nótt undir heitinu Arabiskar
nætur, en ekki hefur það haft nein áhrif á heiti safnsins í heild,
sem gengur áfram undir sama nafni og áður, en safn þetta er
að nokkru til orðið úr riti persneska skáldsins al-Jahshiyar (d.
^42), Sem nefndist Þúsund sögur. Margvíslegar aðrar heimildir
^ra ýmsum menningarstraumum meðal austrænna þjóða standa
auk þess að safninu, sem ekki var fullmótað í sinni núverandi
mynd fyrr en á 14. öld. Sögurnar má rekja til tveggja höfuð-
stöðva: Þær gerast margar í Bagdad eða mótast fyrir áhrif þaðan