Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1954, Síða 59

Eimreiðin - 01.04.1954, Síða 59
EIMHEIUIN ARABISKAR BOKMENNTIR 131 höfundurinn frá þessu tímabili var Ibn-Hazm, sem samdi braut- ^yðjandarit í samanburðarguðfræði. Serkneskar bókmenntir á Spáni voru þýddar á spænsku og höfðu áhrif á franska og spænska höfunda, svo sem La Fontaine og Cervantes á 16. og 17. öld. ■^rabiskir vísindamenn urðu lærifeður sumra mestu fræðimanna í Evrópu, svo sem Rogers Bacon, og arabiskir heimspekingar túlkuðu rit Platós og Aristótelesar af meiri skarpskyggni en flestir a®rir. Á 10. öld sömdu arabiskir fræðimenn í Basra og Bagdad slfræðibók í 52 köflum, en í henni var samankominn allur fróð- leikur samtíðarinnar og allar þær heimspekistefnur, sem þá voru kunnar, voru þar túlkaðar. Næstu fimm aldirnar hélt þessi al- fraeðibókaútgáfustarfsemi áfram hjá Aröbum, og komu út mörg r*t í þeirri grein og fleiri skyldum, svo sem ævisagnarit, þar á ttieðal eitt á 14. öld, í 26 stórum bindum. Innrás Mongóla frá Austur-Asíu í löndin austan Miðjarðarhafs úró mjög úr vexti Arabaríkjanna. Þannig lögðu Mongólar Bagdad * eyði árið 1258. Krossferðirnar að vestan höfðu einnig sín áhrif °g gáfu Aröbum annað að hugsa en að fást við bókmenntastörf. Þó hélzt áhugi á þeim, og eftir að Mamlukkarnir (1250—1517) höfðu komizt til valda í Sýrlandi og Egyptalandi, .veittu þeir hfluga mótstöðu Mongólum og stöðvuðu framrás þeirra. Á þessu tírnabili voru uppi skáldin Al-Busin, sem varð frægur fyrir rit sitt, al-Burda (Möttullinn), um spámanninn Múhameð, og rithöf- undurinn al-Maqrizi, sem samdi ævisögu Timurlenks, hershöfð- iugja þeirra Mongólanna. Ennfremur ber að nefna Jalal-al-Din al Suyuti, sem ritaði um hinar klassisku bókmenntir Islams, þýddi þær og útskýrði. Sú bók Araba, sem mesta athygli og útbreiðslu hefur hlotið á Vesturlöndum, er Arabiskar nætur, sem Arabar nefna Alf Layla vva-Layla, þ. e. Þúsund og ein nótt, en undir því nafni hefur hún gengið hér á landi, síðan hún kom út í íslenzkri þýðingu Stein- §rúns Thorsteinssonar, á árunum 1857—64. Árið 1934 komu út n°kkur ævintýri úr Þúsund og einni nótt undir heitinu Arabiskar nætur, en ekki hefur það haft nein áhrif á heiti safnsins í heild, sem gengur áfram undir sama nafni og áður, en safn þetta er að nokkru til orðið úr riti persneska skáldsins al-Jahshiyar (d. ^42), Sem nefndist Þúsund sögur. Margvíslegar aðrar heimildir ^ra ýmsum menningarstraumum meðal austrænna þjóða standa auk þess að safninu, sem ekki var fullmótað í sinni núverandi mynd fyrr en á 14. öld. Sögurnar má rekja til tveggja höfuð- stöðva: Þær gerast margar í Bagdad eða mótast fyrir áhrif þaðan
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.