Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1954, Blaðsíða 30

Eimreiðin - 01.04.1954, Blaðsíða 30
102 RlKI OG KIRKJA EIMHEIBIN upp í reglulegt kirkjuþing, er síðan hlyti löggilding til meiri ráða um örlög kirkjunnar en nú er fyrir hendi. — TVisvar hafa verið samin og komið fram frumvörp um svo nefnt Kirkjuþing fyrir hina íslenzku þjóðkirkju, fyrst 1906 svo sem á pappírnum, og síðara skiptið á alþingi 1941, en eigi var því ætlað annað en ráðgefandi verksvið, svo að litið hefði það getað bætt úr skák, þótt hugmyndin væri góðra gjalda verð. Það náði ekki samþykki, og hefur því síðan ekki verið hreyft. Og enginn veit nú, hvenær tök myndu verða á að fremja slíkt með nokkurri alvöru, en ýmis- legt mætti væntanlega gera til þess að undirbúa jarðveg þjóð- lífsins fyrir þess konar stofnun, meðal annars með þvi að sýna í verki lífsmátt Hinna almennu kirkjufunda. Islenzka kirkjan á margar loflegar minningar. En í nútíman- um þarf meira til, ef allt á ekki að verða fyrir gýg. Hún á eimiig nú marga góða liðsmenn. En kirkja landsins verður á hverri tíð að eflast að vizku og náð, fyrir atbeina allra, hárra og lágra, er með umráð hennar fara. Hún verður að afla sér í hvívetna fyllsta álits meðal allra landsmanna, hvaða stefnum sem þeir annars kunna að fylgja í dagsins málum, og þjónar hennar allir verða að kappkosta að vera og verða ávallt dyggir í starfi og ekki sízt til fyrirmyndar lýðnum, í kenningu sinni og lífi, í siðferði og sjálfsaga. Og í því efni verður yfirstjórn kirkjunnar að sýna ótvíræða og óbilandi röggsemi, svo sem hún einnig vafalaust hlýtur að hafa vilja til. Mun þá kirkjan sýna sig verSuga fulls trausts, og mœtti hún þái einnig aS vonum verSa „sett yfir meira“. Eftirmáli. Til fyllri skýringar á hinni nýju löggjöf um aðstoð við kirkju- byggingar, sem getið hefur verið í grein þessari, má taka þetta fram: Lögin, sem eru nr. 43, frá 14. apríl 1954, heita fullu nafm Lög um kirkjubyggingarsjóð, og ganga þau í gildi 1. janúar 1955. Aðeins kirkjubyggingar í þjóðkirkjunni koma hér til greina. — Rikið leggur til sjóðsins hálfa milljón króna á ári í 20 ár. Þriggja manna stjórn er fyrir sjóðnum: Biskup, sem er formaður, og tveir kjörnir af prestastefnunni (til þriggja ára í senn). Teikningar að kirkjubyggingum eða endurbót eldri kirkna metur önnur þriggja manna nefnd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.