Eimreiðin - 01.04.1954, Blaðsíða 83
ElMREIÐlN
FRlMERKJABÁLKUR
155
merkjasafni sínu, en franska
stjórnin lét selja það upp í hern-
aðarskaðabætur. Frímerkjasafnar-
ar úr öllum áttum flykktust til
Parísar á uppboðið og gáfu fyrir
írimerkin upphæð, sem svarar til
Þrjátíu milljóna íslenzkra króna.
er talið, að auðvelt væri að fá
Þrefalda þessa upphæð fyrir safn
Þetta.
Tökkun frímerk ja.
Allra frímerkja stærsta tökkun,
Þeirra er út eru komin um víða
veröid, hafa tyrknesk frímerki frá
árinu 1871. Tökkunin er 5. Minnsta
tökkun, sem kunnugt er um, er á
6 penca Viktoríu-frímerkjum frá
árinu 1857. Á þeim er tökkunin 19.
Frítnerki valda deilum.
Erímerki hafa orðið fræg fyrir
að valda deilum og jafnvel styrj-
öldum. Árið 1900 kom út frimerki
1 Dominikanska lýðveldinu, með
mynd af eyjunni Hispaniola, þar
Sem landamæri lýðveidisins voru
^nd ná nokkuð inn á landsvæði,
se«i Haiti-búar töldu sig eiga.
^etta olli langvinnum deilum milli
tandanna, og stundum sló í bar-
daea. Árið 1937, en þá höfðu deil-
úrnar staðið í 36 ár, íóru Haiti-
Þúar inn yfir landamærin, sem
öeilt var um, og afleiðingin varð
mannskæð orrusta. Féllu í henni
12500 Haiti-búar. Sættir komust
^oks á árið 1938.
Árið 1930 gaf spánska stjórnin út
frímerki til minningar um málar-
ann Goya. Á frímerkinu var mynd
af hinu fræga málverki listamanns-
ms; Hertogafrúin af Alba nakin.
Hmerkið varð mörgum hneyksl-
únarhella, og mótmælum i-igndi
yfir póststjórnina úr öllum áttum.
Svisslendingur einn rökstuddi mót-
m®li sína með því, að milljónir
saklausra barna söfnuðu frímerkj-
Um og því væri óhæfa að gefa út
slíkt merki. Spanska stjórnin tók
ekki mótmælin til greina, heldur
lét hún prenta milljóna upplag af
frimerkinu í viðbót og hafði af því
góðar tekjur.
Þetta eru aðeins tvö dæmi af
fleirum um deilur, sem risið hafa
út af frímerkjum.
Fuglafrímerkjasöfnun
sem sérgrein.
Margir frímerkjasafnarar leggja
stund á einhverja sérgrein, safna
til dæmis aðeins írímerkjum frá
vissum löndum, eða frímerkjum
með vissum myndum. Þannig safna
sumir þeim frímerkjum einum,
sem eru með fuglamyndum. Á síð-
astliðnu ári komu út óvenjulega
mörg frímerki með slíkum mynd-
um, og hefur því borið vel í veiði
fyrir safnara þá, sem hafa þessi
frímerki að sérgrein. Meðal þess-
ara frímerkja eru að minnsta kosti
tíu með friðardúfunni frægu, flest
austan járntjaldsins, en af öðrum
fuglum á nýjum frímerkjum má
nefna þessa:
Finnland hefur þyður og hegra
á nýlega útgefnum frímerkjum,
Kanada gæs og Curacao máf, sem
sérfræðingar segja að sé harla
líkur þeim íslenzka, en telja jafn-
framt vafasamt, að sú máfategund
sé til svo sunnarlega sem á Cura-
cao. Tvö frimerki með uglu komu
út á árinu 1953, annað í Þýzka-
landi, en hitt í Bandaríkjunum.
Önnur fuglafrímerki frá árinu
1953 eru frá Azoreyjunum, máfur,
Belgiu, tvíhöfðaður örn, Brasilíu,
bréfdúfa, Burma, goðsögulegur
fugl, Frakklandi, örn, Guinea, pip-
arfugl, Indónesíu, svonefndur sól-
fugl úr goðsögnum Indónesíu-búa,
Líbíu, strútur, Madagaskar, hegri,
Mozambique, pelíkan, Hollandi,
fugl á flugi, San Marino, fljúgandi
svölur, Sómalilandi, strútur, og frá
Túnis, örn.