Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1954, Blaðsíða 31

Eimreiðin - 01.04.1954, Blaðsíða 31
B RÆÐU RN I R S A G A u erner von eftir ~-J4eldenitani. Einu sinni voru tveir bræður. Þeir voru svo fátækir, að þeir attu aðeins eina kápu í félagi, þegar þeir lögðu af stað að heim- an út í veröldina. Hverja míluna af annarri gengu þeir með mal- Poka á baki og stafi í höndum áleiðis til Uppsala. Þegar þeir nálguðust borgina svo, að þeir sáu höllina og turn dómkirkjunn- ar, var komið kvöld, og fyrsti hauststormurinn hrakti úfin skýin Um loftið. Þá hnipruðu þeir sig saman undir kápunni og horfðu forvitnum barnsaugum á allt það nýja, sem birtist þeim. En eftir- vænting þeirra var blandin döprum kvíða og áhyggjum. Því nær sern þeir komu borginni, þeim mun einmanalegri urðu þeir í fásinni lyngmósins þetta dapra kvöld. Og þeim fannst þeir líkjast Kain og Abel, jarðyrkjumanninum og hirðinum, sem fóru að kveikja sina fórnarelda. ■— Hvorugur okkar má drepa hinn, sagði eldri bróðirinn, sem hét Fabian. Hefði Kain ekki þreytzt á að sækja eldsneyti, mundi einnig hans fórnarreykur hafa stigið til himins. Þannig var pabbi vanur að útskýra þann texta. Fabian var hár vexti og herðamjór, og andlit hans virtist skorp- ið og gamalt við hliðina á hrokkinhærðu höfði yngra bróður hans. Yngri bróðirinn hét Eiríkur, og þó að hvíldi á honum eitthvert friðleysisfarg, gerðist hann smám saman svangur og varð að leita sér að epli í malpokanum. Stundum datt honum í hug að nema staðar, taka ofan og hneigja sig fyrir hinni ókunnu borg. En þegar þeir komu að tollbúðinni og klukkurnar hringdu til aftansöngs, varð hann mjög alvarlegur. Þeir þorðu nú heldur ekki lengur að ganga báðir með sömu kápuna yfir sér, en brutu hana vandlega saman, og Fabian lagði hana á öxlina. Svo héldu þeir áfram meðal fjölda svartklædds fólks og milli margra húsa með IJós í gluggum. Og eftir nokkrar auðmýkjandi spurningar komu Þeir loks að einbýlishúsi, þar sem þeir áttu að búa í þakherberginu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.