Eimreiðin - 01.04.1954, Blaðsíða 22
94
RlKI OG KIRKJA
EIMREIÐIN
kirkjuna, sem aldrei hefur verið sérstök ríkiskirkja í sama skiln-
ingi og hér er átt við; heldur má miklu fremur telja hana oft
og einatt „ríki í ríkinu“, — hún hefur átt sig sjálf, haldið sjálfri
sér uppi og stjórnað sér sjálf frá efst til neðst. En þar sem siða-
skiptin komust á (á 16. öld), og sá trúarlærdómur, er þeim
fylgdi, varð að kalla alþjóðareign, þótt brösótt gengi framan af
og hreina bylting þjrrfti til í aðbúnaði og afkomu kirkjunnar,
varð óhjákvæmilegt, að hin „nýja“ kirkja, er rænd var arfi
hinnar „gömlu“, yrði að njóta aðstoðar ríkisvaldsins til uppi-
halds síns til frambúðar, hvert svo sem þjóðskipulagið að öðru
leyti var, enda þurftu ríkisstjórnendur eigi sjaldan á aðstoð henn-
ar að halda. Verða hér engin tök á að fara nánar út í það mikla
mál. — En eigi fyrr en á 19. öldinni grundvallast þetta ástand
i allsherjarlögum, viðhorf kirkjunnar og ríkisins innbyrðis er
tekið að setja ríkjum Norðurlanda heilleg stjórnlög eða stjórnar-
skrár, þar sem frumatriði mannfélags samlífs skyldu ákvörðuð,
aðallega til tryggingar réttindum (mannréttindum), og að
nokkru greindar skyldur þjóðfélagsborgaranna, og var þetta í
öndverðu, eins og vitað er, að franskri og ameriskri fyrirmynd.
En þá varð líka að ákveða stöðu trúarbragðanna og kirkjunnar,
ekki sízt með tilliti til svonefnds trúarbragðafrelsis, — eins og
kröfur voru háværar uppi um á öðrum sviðum þjóðlífsins —
og varð þá jafnframt eigi undan því komizt að skilgreina að
nokkru skyldur ríkisvaldsins við hin ráðandi kirkjufélög í hverju
landi, en kalla mátti, að það yrði víðast hvar aðeins hálfkveðin
vísa.
Þessa eðlis var og stjórnarskráin, sem íslendingar fengu 1874
(5. jan.), að miklu leyti beinlínis sniðin eftir hinni kunnu
stjórnarskrá eða grundvallarlögum Dana frá 1849 (5. júní), sem
eðlilegt var, enda var grundvallarlaga-setningin í Danmörku
fyrirmyndarverk á sínum tima. En þá höfðu reyndar Norðmenn
sett sér stjórnarskrá í líkum anda fyrir all-löngu eða 1814 (17-
maí), fyrstir á Norðurlöndum í þeim efnum, og hefur hún 1
fleirum greinum gilt fram á þenna dag.
1 stjórnarskrá Islands hafa ákvæðin um þjóðkirkjuna haldið
sér má segja óáreitt og óbreytt frá byrjun, í öllum aðalatriðum,
og hljóða þau í núgildandi stjórnarskrá eins og ég hef áður
greint.