Eimreiðin - 01.04.1954, Blaðsíða 9
EIMREIÐIN
Apríl—júní 1954 - LX. ár, 2. liefti
Við þjóðveginn.
30. juní 1954.
hegar lýðveldið var stofnað á Þingvöllum fyrir tíu árum, var
siðustu heimsstyrjöld enn ekki lokið. Hún hafði á enn ótvíræðari
hátt en heimsstyrjöldin 1914—'18 sýnt íslenzku þjóðinni hve ger-
samlega gagnslaust sambandið við Danmörku var fyrir vernd og
óryggi íslands. Hún hafði sýnt öllum íslendingum það, sem mörg-
um þeirra var að vísu fullljóst áður, að smáríki inni í ríkja-
þvögu Evrópu, með engin náttúrleg landamæri og liggjandi upp
að landamæralínu næst mesta stórveldis álfunnar á eina hlið, en
aðeins í örskotslengd frá ströndum mesta stór-
Tíu ára af- veldis hennar á hina, þeirra sem meginland
lHceli ísleuzka ^ennar ^yggja, var enganveginn fært um að
. _ verja frelsi sjálfs sín í ófriði, hvað þá frelsi ey-
>oveldisins. lands langt norður og vestur í Atlantshafi. Þetta
eitt út af fyrir sig var því nægileg ástæða til
a® grípa tækifærið, undir eins og það var fyrir hendi og sam-
bandssamningurinn frá 1918 útrunninn, og stofna lýðveldi á ís-
^andi. Svo mikil reyndist þá líka gifta þjóðarinnar, að hún greip
Þetta tækifæri. Gegn þeirri giftu megnaði ekkert áróður þeirra
°rfáu, sem unnu leynt og Ijóst að því, að þetta tækifæri yrði
ekki notað. Nöfn þeirra getum vér að vísu ekki afmáð úr sög-
unni, en vér getum látið þau liggja í þagnargildi. Hinu munum
Ver aftur á móti ekki gleyma, að hefðu hin vestrænu, engilsax-
nesku stórveldi — og þá fyrst og fremst Bandaríki Norður-
Ameríku — ekki viðurkennt íslenzka lýðveldið um leið og það
Var löghelgað á Þingvöllum 17. júní 1944, en lagzt á móti stofn-
Un þess, þá væri það að öllum líkindum ekki enn komið á fót.
6