Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1954, Blaðsíða 13

Eimreiðin - 01.04.1954, Blaðsíða 13
eimreiðin VIÐ ÞJÓÐVEGINN 85 Fyrirheitið miður er þessari endurskoðun enn ekki lokið, Uln þrátt fyrir nefndaskipanir í málinu og vafalaust ., n^-^a ^ mikla vinnu og tilkostnað. Hefði þó mátt vænta stjornarskrá. þess, að á tíu ára afmæli lýðveldisins hefði þjóðin að minnsta kosti fengið að vita, hvað málinu liði. En yfir því hvílir nú grafarþögn, næstum óhugnanleg, hvað sem veldur. Er það í rauninni svo, að málið sé svo viðkvæmt og lík- legt til ólgu og jafnvel íkveikju, að enginn þori að hreyfa því á alþingi. Þessi skýring hefur heyrzt á þögninni, en er sú skýring rétt? Spyr sá, sem ekki veit. Hátíðahöld fóru fram 17. júní, á tíu ára afmæli lýðveldisins, bæði í Reykjavík og víðar um land. Borgarstjórnin í höfuðstaðn- rr<• i r- um og bæjarstjórnir úti um land munu hafa tlatxðaholdin. ^ haft forgongu um þau, en ekki rikið. Engin ha- tíðahöld munu hafa farið fram á stofnstað lýðveldisins, hinum fornfrægu og söguríku Þingvöllum við Öxará. í Reykjavík var mikið um dýrðir. Hátíðamessan í Dómkirkjunni var fögur og áhrifarík athöfn, aðeins væri æskilegt, að þjóðsöngurinn fengi að hljóma í messulok í kirkjunni á öðrum eins hátíðisdegi, en hann heyrðist að vísu síðar úti á Austurvelli, er forseti íslands hafði !agt blómsveig að styttu Jóns Sigurðssonar. Síðan komu ræðuhöld og ávörp og allskonar fagnaður fram yfir miðnætti. Fjallkonan flutti af svölum Alþingishússins máttugt Ijóð Davíðs Stefánssonar í tilefni dagsins, og hafði framsögn ung leikkona, Gerður Hjör- leifsdóttir, skrýdd íslenzka skautbúningnum. Var bæði framsögn hennar og hún sjálf hin skörulegasta í gervi Fjallkonunnar. Hið skáldlega heiti Fjallkonan, um ísland, á sér Fjallkonan á orðið langan aldur. Fyrir um hálfri annarri öld Vegamótiim. ort' Bjarni Thorarensen kvæði sitt: „Eldgamla ísafold, ástkæra fósturmold, fjallkonan fríð“. Fyrir þjóðhátíðina 1874 verður til Fjallkonumyndin, að fyrir- sögn Eiríks Magnússonar, gerð eftir frumdrætti J. B. Zweckers. Á myndinni situr Fjallkonan í klettastóli sínum, en við fætur hennar svella öldur hafsins. Sverði einu miklu heldur hún í hægri hönd, en á bókfelli í vinstri. Yfir svífur örn, en máni og stjörnur ^ýsa himinhvelfinguna. Svipur Fjallkonunnar er heiður og ein- heittur, hún hvessir sjónir út yfir hafið, en hár hennar, mikið og fagurt, fellur laust niður um hana alla. Myndin er mjög tákn- ræn og sígild. Sá siður, að ung kona komi fram á þjóðhátíðum íslendinga í gervi Fjallkonunnar, hefur haldizt um langt skeið, bæði vestan hafs og austan, og ætti að haldast áfram. Fósturjörðin,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.