Eimreiðin - 01.04.1954, Qupperneq 13
eimreiðin
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
85
Fyrirheitið miður er þessari endurskoðun enn ekki lokið,
Uln þrátt fyrir nefndaskipanir í málinu og vafalaust
., n^-^a ^ mikla vinnu og tilkostnað. Hefði þó mátt vænta
stjornarskrá. þess, að á tíu ára afmæli lýðveldisins hefði þjóðin
að minnsta kosti fengið að vita, hvað málinu liði.
En yfir því hvílir nú grafarþögn, næstum óhugnanleg, hvað sem
veldur. Er það í rauninni svo, að málið sé svo viðkvæmt og lík-
legt til ólgu og jafnvel íkveikju, að enginn þori að hreyfa því á
alþingi. Þessi skýring hefur heyrzt á þögninni, en er sú skýring
rétt? Spyr sá, sem ekki veit.
Hátíðahöld fóru fram 17. júní, á tíu ára afmæli lýðveldisins,
bæði í Reykjavík og víðar um land. Borgarstjórnin í höfuðstaðn-
rr<• i r- um og bæjarstjórnir úti um land munu hafa
tlatxðaholdin. ^
haft forgongu um þau, en ekki rikið. Engin ha-
tíðahöld munu hafa farið fram á stofnstað lýðveldisins, hinum
fornfrægu og söguríku Þingvöllum við Öxará. í Reykjavík var
mikið um dýrðir. Hátíðamessan í Dómkirkjunni var fögur og
áhrifarík athöfn, aðeins væri æskilegt, að þjóðsöngurinn fengi að
hljóma í messulok í kirkjunni á öðrum eins hátíðisdegi, en hann
heyrðist að vísu síðar úti á Austurvelli, er forseti íslands hafði
!agt blómsveig að styttu Jóns Sigurðssonar. Síðan komu ræðuhöld
og ávörp og allskonar fagnaður fram yfir miðnætti. Fjallkonan
flutti af svölum Alþingishússins máttugt Ijóð Davíðs Stefánssonar
í tilefni dagsins, og hafði framsögn ung leikkona, Gerður Hjör-
leifsdóttir, skrýdd íslenzka skautbúningnum. Var bæði framsögn
hennar og hún sjálf hin skörulegasta í gervi Fjallkonunnar.
Hið skáldlega heiti Fjallkonan, um ísland, á sér
Fjallkonan á orðið langan aldur. Fyrir um hálfri annarri öld
Vegamótiim. ort' Bjarni Thorarensen kvæði sitt: „Eldgamla
ísafold, ástkæra fósturmold, fjallkonan
fríð“. Fyrir þjóðhátíðina 1874 verður til Fjallkonumyndin, að fyrir-
sögn Eiríks Magnússonar, gerð eftir frumdrætti J. B. Zweckers.
Á myndinni situr Fjallkonan í klettastóli sínum, en við fætur
hennar svella öldur hafsins. Sverði einu miklu heldur hún í hægri
hönd, en á bókfelli í vinstri. Yfir svífur örn, en máni og stjörnur
^ýsa himinhvelfinguna. Svipur Fjallkonunnar er heiður og ein-
heittur, hún hvessir sjónir út yfir hafið, en hár hennar, mikið og
fagurt, fellur laust niður um hana alla. Myndin er mjög tákn-
ræn og sígild. Sá siður, að ung kona komi fram á þjóðhátíðum
íslendinga í gervi Fjallkonunnar, hefur haldizt um langt skeið,
bæði vestan hafs og austan, og ætti að haldast áfram. Fósturjörðin,