Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1954, Blaðsíða 40

Eimreiðin - 01.04.1954, Blaðsíða 40
112 BRÆÐURNIR EIMREIÐIN Eiríkur hélt áfram að vöðla og umsnúa húfunni. — Ég hef aldrei heyrt þig tala svona, Fabian, en segðu mér dálítið. Ertu ekki sjálfur að leika sama leikinn og oflátinn Rómeó? — Það geri ég, en aldrei áður hef ég haft saman við konur að sælda, og sú, sem ég nú hef mætt og fellt hug til, á sannarlega að vera sú útvalda og engin önnur. Þess vegna er ég að hugsa um að hætta við námið, svo að við getum gifzt og aflað okkur lífsviðurværis, þó að naumt verði. Hún er jafnfátæk og ég. — Ég veit það reyndar, því að ég þekki líka ungfrú Maríu, litlu, fögru ungfrú Maríu. Við vorum nýlega úti á Kóngsengi og tínd- um maríulykla, ... og svo bað hún mig að skila kveðju til þín og því með, að þú ættir að vera iðinn að stagast og stagla. í andliti Fabians breyttist enginn dráttur, en hann roðnaði við augun og einblíndi fram fyrir sig á legsteininn. Eiríkur mælti: — Annað þeirra getur verið raunverulegur unnandi, en hitt ekki ... og svo veslast bæði upp. Fórust þér ekki þannig orð? — Eiríkur, þú hefur svikið mig og getur aldrei bætt fyrir það brot. Samt sem áður varðstu Kain ... Fabian þreif í hann og reikaði. Þeir leiddust út úr kirkjunni, eins og þeir höfðu leiðzt haustkvöldið góða, þegar sama kápan skýldi þeim báðum. * Þegar Eiríkur vaknaði af þungum svefni næsta morgun, var rúm bróður hans autt og horfið það litla, sem hann átti. Á kodd- anum lá laust samanbrotið blað, tyllt með títuprjóni. Hafði það að geyma nokkrar fáorðar línur þess efnis, að hann væri hættur námi og hefði yfirgefið borgina. Eiríkur stóð höggdofa með blaðið fyrir framan sig. Hann hafði talið sig vera verkfæri, sem ætti að hjálpa bróður sínum í heimskulegum leik, en nú ásótti hann samvizkukvöl, og honum fannst hann vera afbrotamaður. Herbergið með gráhvítu veggtjöldunum kom honum allt í einu fyrir sjónir sem afkimt er gæfan var flúin úr, þar sem hann hafði notið ánægju og æsku- gleði, en tómleikinn hafði nú setzt í auða stólinn hjá bókunum, sem eftir voru. — Kæri, veglyndi Fabian ..., hér leitaðist þú við að reisa þitt: altari, en reykurinn vildi ekki stíga upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.