Eimreiðin - 01.04.1954, Blaðsíða 35
eimreiðin BRÆÐURNIR 107
Hvílíkur leikari! hugsaði Eiríkur. En í þessum leik ætla ég
aUs ekki að vera þátttakandi.
Húsmóðirin kom inn með kaffibakkann, og án þess að líta upp
ur bókinni, dýfði Fabian sínum tveim kringlum niður í kaffið og
borðaði þær. Þá fannst Eiríki sem ormur vefðist fast um hjarta
sér, og þótt bróðir hans væri óbreyttur, þá hefði sjálfur hann
samt orðið að allt öðrum manni.
—• Horfðu á matinn, meðan þú borðar! sagði hann.
Fabian leit upp, en augnatillit hans var annarlegt, og svo hélt
hann áfram uppteknum hætti.
Eiríkur snerti ekki við morgunverðinum, en hann tíndi saman
bækurnar sínar eina af annari, þar sem þær lágu á borðinu, og
þegar hann hafði fyllt fang sitt, fleygði hann þeim á ringulreið
í rúmið.
■— Fabian, sagði hann, finnst þér ekki þungbært að vera sljór
°g seinn að skilja?
■— Þú ert ruglaður í dag, anzaði Fabian án þess að láta truflast.
— Ef ég hefði orðið að stagla eins og þú, held ég hefði heldur
snúið heim aftur og grafið skurði, eins og pabbi hefur gert alla
sína ævi.
An þess að hafa neitt illt í hyggju, ýtti Fabian frá sér bollan-
um og studdi fingrinum á línuna, þar sem hann hafði orðið að
hætta við lesturinn, en Eiríkur vildi ekki láta hann sleppa.
— Rifjaðirðu líka upp fyrir þér, meðan þú varst úti að ganga?
— Rif jaði upp ... það held ég varla, en ég gerði þeim mun
meira í nótt til þess að eiga algerlega frjálsa stund á eftir.
Hann gerði annað merki í bókinni og varð hugsi.
■— Ég held ég verði að hætta þessum lestri, þó að afleitt sé.
Hann útheimtir tíma, og ég er of fátækur ... svo er mér líka
illt í augunum.
Ef Eiríkur hefði þorað, mundi hann hafa barið hann, en enn
M treystist hann ekki til að vinna bug á þeirri hugmynd, að
bróðir hans væri æðri forsjón, sem hann hefði ekki leyfi til að
rísa gegn. Einmitt þess vegna óx með honum bæði hreysti og
hugrekki, þverúð og metnaður, knúin af innri ólgu.
Allan daginn dvaldist hann heima, og þegar bróðir hans næsta
m°rgun á mínútunni sex skreiddist hljóðlega fram úr rúminu,
^ór Eiríkur líka á fætur. Þeir stóðu andspænis hvor öðrum á
skyrtunni og einblíndu fram fyrir sig. Bróðir hans þagði, og þegar