Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1954, Blaðsíða 16

Eimreiðin - 01.04.1954, Blaðsíða 16
88 EINAR JÓNSSON, LISTAMAÐUR eimreiðin urhimins — og hina rósfingruðu morgungyðju rísa sjálfa úr sæti í austri og svipast um í árbjörtum heimi nýrra dásemda. Hér birtist upprisutrú og upprisumáttur hins áttræða meistara í sjálfu sólarlaginu, að kvöldi langrar og atorkusamrar ævi, sem sjálft er birta og blikandi log, eins og íslenzk náttúra verð- ur fegurst um Jónsmessuleytið, þegar öll nótt er orðin að degi og heiðríkja lágnættisins laugast í ljóshafi morgunsins. II. Fágætt er að hitta fyrir menn, sem frá vöggu til grafar eru sjálfum sér sannir og trúir. Lifið leggur á flesta einhverjar flækjur og leiðir afvega. Menn láta glepjast af gyllingum, verða manna þrælar, en varpa hugsjón æsku sinnar í útlegð. Einkum er hætt við, að sjálfselska og metorðagirnd teymi menn og vilh sýn, bæði á sjálfum sér og öðrum. Menn láta ginnast af lofi og fagurgala og hættir þá til að fara eftir röddum loftungnanna, en gleyma sinni eigin innri rödd. Hér á landi fer manndýrk- unin stundum út í hlægilegar öfgar. Á flokkapólitikin, sem dregur allt í dilka, ekki hvað minnstan þátt í því. Skáldskapur, listir, jafnvel manngildi, er stundum metið eftir því, hvar í flokki menn eru eða þá hvar í flokk muni vera hægt að teyma þá. Einar Jónsson, myndhöggvari, er sá maður, sem aldrei hefur hvikað frá hugsjón lífs síns. Hann hefur reynzt sjálfum sér trúr og fylgt sinni eigin innri rödd. Og svo er enn nú, er hann hefur fyllt áttunda áratuginn. Einar Jónsson er einstæður í íslenzkri listsögu. Það er ógern- ingur að bera hann saman við aðra eldri listamenn. Manni get- ur komið í hug Leonardo da Vinci, hinn mikli ítalski málari og myndhöggvari frá miðöldum (1452—1519), þegar litið er yfir verk Einars Jónssonar. Einkum minna hugsmíðar hans sumar, sem hann hefur mótað í steininn, á meistarann Vinci. Eins getur að manni flögrað minningin um skáldið, málarann og dráttsnillinginn William Blake (1757-—1827) og hin inn- blásnu táknrænu verk hans, við að skoða sumt eftir Einar, einkum málverk hans og dráttmyndir. En samanburðurinn a honum við aðra verður ætíð erfiður, af því að hann er svo sjálf- stæður í list sinni og verður því aldrei flokkaður með öðrum, nema aðeins á einn hátt: hann er rammíslenzkur í anda og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.