Eimreiðin - 01.04.1954, Side 28
100
RlKI OG KIRKJA
eimreiðin
og þegar hefur verið látið í 1 jós: Það má ekki þolast, að hin lög-
festa kirkja þjóðarinnar sé gerð að hornreku í einu eða öðru
tilliti. — —
Skal nú hér vikið nokkuð að þeim tökum, sem þjóðkirkjan
hefur í ríkinu á því að sinna sínum málum og ráða allmiklu
um þau, þótt flest af því sé meira í ráðgefandi eða tillöguformi
heldur en ákvarðandi, ef um mikilvæg efni er að ræða, — nenia
að því er varðar embættislegar framkvæmdir og þess háttar
atriði, sem falin eru óskoruð þjónum kirkjunnar til meðferðar.
Ber hér fyrst til að nefna hin fastskipuðu stjórnarvöld kirkj-
unnar, kirkjumátlaráÖuneyti og biskup, sem faldar eru á hendur
margvíslegar ráðstafanir, bæði með og án aðstoðar löggjafar-
valdsins eftir því sem við á. Til ráðagerða og áherzlu um kristin-
dómsmálin, svo og til uppbyggingar klerkdóminum innlmrðis,
er hin árlega prestastefna (Synodus), sem er gróin stofnun og
hefur lengstum notið álits, þótt úrslitavald sé þar ekki i þessum
efnum að jafnaði. Og í hverju prófastsdæmi eru héraðsfundir
og í sóknum safnaðarfundir, sem gætu sýnt málefnaáhuga, en
allt of litið virðist þó kveða að. Enn er KirkjuráS hinnar íslenzku
þjöSkirkju, sem sett var á laggirnar með lögum frá 1931 (nr.
21, 6. júlí) og er skipað kjörnum fulltrúum lærðra og leikra.
Getur það samkvæmt ákvæðum laganna haft þýðingarmiklu
hlutverki að gegna, ef á eftir er fylgt. Því er falið það verkefni
að „vinna að eflingu íslenzkrar kristni og styðja að trúar- og
menningaráhrifum þjóðkirkjunnar11, bæði með því að „íhuga
og gera ályktanir um þau mál, er varða þjóðkirkjuna í heild og
einstaka söfnuði“, og eins að „stuðla að frjálsri starfsemi til efl-
ingar kristnilífi þjóðarinnar, mannúðar- og líknarstarfsemi“. —-
Kirkjuráðið hefur ráSgjafaratkvœSi og tillögurétt „um þau mál,
er kirkjuna varða og heyrir undir verksvið löggjafarvaldsins (eða
framkvæmdarvaldsins), svo og þau mál önnur, er kirkjustjórnin
kann að leita álits þess um“. — SamþykktaratkvæSi og ákvörS-
unarvald hefur ráðið um guðsþjónustur kirkjunnar og kirkju-
legar athafnir, í samráði við prestastefnuna. Ennfremur getur
löggjafarvaldið falið Kirkjuráði mál „til meðferðar og fullnaðar-
ákvörðunar“, en þar er undir hælinn lagt, hvort eða að hve
miklu leyti sú leið er farin. Nokkur fleiri atriði getur og verksvið
þess náð yfir.