Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1956, Page 15

Eimreiðin - 01.10.1956, Page 15
SIGURÐUR NORDAL SJÖTUGUR 247 að mínum dómi, naumast að meta öll góðskáld vor og verk þeirra, svo vel sem þau verðskulda, og honum hafi þess vegna og sökum tímaskorts ekki auðnazt að gera lífssögu og list svo margra þeirra skil, sem æskilegt hefði verið, tjóar ekki um slíkt að sakast. Eftir Sigurð liggur þegar á þessu sviði meira og ágætara verk en nokkur bókmenntafræðingur annar hefur innt af höndum. Sem ritskýrandi er Sigurður engum líkur. Skilningur hans á duldum rökum mannlegra örlaga og hæfileikinn til að skýra þau ljóslega er með eindæmum. I launkofa afdals og útskaga verður hvarvetna bjart af blysi hans. Með einhverju töfra- orði opnar hann klettinn Sesam, sem frá er sagt í Þúsund og einni nótt, að hafi geymt allsnægtir varnings og vista, gulls og gimsteina, en flestum eru faldir. Yfirleitt hefur eitt helzta starf hans verið að ljúka upp hirzlum og hliðum, hirzlum dýrgripa og heimum fegurðar. Enginn hefur aukið skilning vorn á' fornöldinni, skýrt samband hennar við seinni tíma, •ívaxtað fjársjóði hennar oss til sæmdar eins og Sigurður Nor- ðal. Líkt og aflasæll fiskimaður færir björg í bú utan al oiiðum, svo hefur hann dregið úr djúpi aldanna andleg auð- æfi, sem nútímamenning vor frjóvgast og farsælist ai. í skarplegri og skilningsríkri grein um Björn M. Olsen skiptir Sigurður vísindamönnum í þrjá flokka. Einum flokkn- llrn líkir hann við uppskerumenn, er slá akra og safna korni 1 hlöður, þótt þeir sái engu. í öðrum flokknum séu þeir menn, Sem iðka vísindi af einskærum rannsóknaráhuga, af þörfinni á að vita, skilja, greiða úr. Um þriðja flokkinn farast Sigurði meðal annars orð á þessa leið: „Þá eru þeir menn, sem vefa tilfinningarnar inn í vísindaiðkanir sínar. Þeir eru ekki ánægðir með frumleikann, framkvæmdirnar, rannsóknina eina. Þeir spyrja um lífsgildi efnisins. Þeir vilja, að viðfangs- elnið sé þeim um leið lijartans mál, það bæti sjálfa þá og heiminn . . . Þeir sjá sífellt um, að vísindi og líf fjarlægist ekki Um of. Og _ ef jieir eru afburðamenn að viti og sannleiksást, 'erða rit þeirra dýrmætust allra.“ Mér virðist þessi skilgreining eiga mæta vel við Sigurð sjálfan. í doktorsritinu um Ólafs sögu helga, sem er afar þurrt ‘hlestrar, fer Jrað að vísu víðs fjarri, að hann vefi tilfinningar

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.