Eimreiðin - 01.10.1956, Blaðsíða 21
SIGURÐUR NORDAL SJÖTUGUR
253
Hangi ég í hömrum dökkvum
hjúpaður svörtum rökkvum.
Vonarvaðinn stökkvum
vef ég að armi klökkvum.
(Eimreiðin XV. 1909, bls. 131).
Mér hefur stundum orðið að spyrja: Hvað gat orðið úr
þeim manni, sem orti kvæðið að tarna tuttugu og þriggja
ára gamall (ef hann hefur þá ekki verið enn yngri), hefði
hann helgað sig ljóðlistinni heilan og óskiptan? Var hér ekki
efni í annan Gustaf Fröding?
Já, Fröding. Við þann mikla völund ljóðlistarinnar hefur
Sigurður Nordal þreytt afl þegar á unga aldri. Sama árið og
ofanritað kvæði birtist, þýddi hann Atlantis. Þykir mér furðu
gegna, hversu Sigurður stóðst þá raun, svo mikið sem hann
færðist í fang. Þýðingin er að vísu hvergi nærri óaðfinnan-
leg, en þó með þeim glæsibrag á köflum, að lesandanum
finnst sums staðar leika á því vafi, hvorum veiti betur: norð-
lenzka daladrengnum úr Húnaþingi eða þeim, sem æðstur
er af Svíum:
Skinande vita fasader
runt kring en skimrande marmorborg,
heliga stoder i rader,
gárdar och gator och torg!
Nu ár det öde,
hán genom staden
vandrar dess minne i sorg.
Glæstir og glampandi múrar
gnæfa um drifhvíta marmaraborg,
fylkingar fornhelgra súlna,
fensalir, götur og torg!
Allt er í eyði,
yfir þeim rústum
svífur hin langrækna sorg.1)
1) Skottið á skugganum, vísur og kvæði. Reykjavík 1950.