Eimreiðin - 01.10.1956, Síða 22
254
EIMREIÐIN
Náskyld bókmenntastörfum Sigurðar, rannsókn, kynningu
og túlkun á verkum eldri og yngri liöfunda annars vegar og
skáldskap hans sjálfs liins vegar, er sú bókmenntalega liand-
leiðsla, sem hann jafnan hefur verið boðinn og búinn að láta
rithöfundum og skáldum í té. Um langan tíma liafa þau haft
hann að trúnaðarmanni og ráðunaut, gengið á vit hans með
verk sín og vandamál og sjaldnast komið að tómum kofunum,
því að Sigurður hefur allt í senn reynzt þeim góðgjarn, fram-
sýnn og ráðhollur, líkt og fornmönnum þeim er lýst í sög-
unum, sem svipuðu hlutverki höfðu að gegna. Vandalaust
hefur þetta starf eigi verið og því síður ævinlega ]>akklátt, en
sjálfsagt oft harla skemmtilegt og lærdómsríkt á marga lund,
nokkurs konar skóli í mannþekkingu, sálfræðileg könnun.
Árangur þeirra rannsókna, né heldur skýrsla yfir þessi störf,
hefur þó aldrei birzt. En mikils skilnings, nærfærni og tíma
hefur þetta leiðbeiningarstarf krafizt af Sigurði, og skil ég
ekki, hvernig hann hefur getað fórnað þessum verðmætum
sér að meinalausu, enda fer það sjálfsagt víðs f jarri. Við þessa
önn hans og töf hefur þjóðin áreiðanlega verið svipt mörgimi
ágætisverkum frá hendi Sigurðar. Skylt er þó að geta þess,
að sitthvað hefur hún fengið í staðinn, því að hér vann Sig-
urður starf sáðmannsins. Fyrir allar þær fórnir leyfi ég mer
að færa honum alúðar þakkir rithöfunda og óska þess, að þeir
megi njóta leiðsagnar hans sem lengst. Sú þarfa athöfn verð-
ur jafnan í ætt við störf hirðis í haga eða voryrkjumanns a
akri. Um áhrif plægingarinnar, kosti og kjarna sæðisins efast
enginn, þó að sumt kunni að falla í grýtta jörð eða jafnvel
meðal þyrna.
Margs væri enn þá vert að geta Sigurði Nordal til hross
og heiðurs. Til þess að vera ekki of langorður, skal ég aðeins
nefna tvennt að viðbættu því, sem áður er talið. En mér þyk11
það líka mest um vert af öllu í störfum og fari hans. Annað
er umbótavilji bans og einarðleg viðleitni til að hjálpa t>sS
íslendingum til að sigrast á ýmsum þjóðarveilum og li*‘l
mannsæmandi andlegu 1 ífi. Hann er mesti siðabótafrömuð111
vor, sem nú er uppi.
Seinni hluta vetrar 1940 gerðist sá menningarviðburður hel
á landi, að Sigurður flutti í Ríkisútvarpið erindaflokk, sen'