Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1956, Side 26

Eimreiðin - 01.10.1956, Side 26
258 EIMREIÐIN Sigurður Nordal. Má vera, að einhverjir þekki sögu þjóðar- innar eins vel eða betur en hann. Það veit ég ekki. En hefur nokkur skilið hana eins vel, né gert jafnskýra grein fyrir gáf- um þjóðarinnar og glæsileik, veilum og vanmætti, heiðri og smán? Enginn hefur aðvarað oss með þvílíkri alvöru né eggj- að af slíkri dirfsku til drengskapar og dáða. Ég hef saknað raddar hans í hljómkviðu dagsins og áranna, sem hann hefur dvalizt erlendis. Og mér hefur orðið spurn, hvort það hafi ekki verið mistök hjá forsjóninni, að Sigurður varð ekki biskup, annar Jón Vídalín. En hver hefði þá orðið til að opna augu vor fyrir tign og ágæti gyðjanna Sögu, Iðunnar og — Maríu guðsmóður, því að ekki á hún upp á háborðið hjá klerkum og kennilýð þjóðkirkju vorrar — auk allra hinna? Sannleikurinn er sá, að um Sigurð Nordal mátti segja það sama, sem Haraldur konungur Sigurðarson mælti um Gissur biskup ísleifsson, „að honum kvaðst svo sýnast til, að hann mundi bezt fallinn að bera hvert tignarnafn, sem hann hlyti."1) Árið 1944 kom út annað bindi af Áföngum, Svipir. Það voru tækifærisgreinar (að einni undantekinni) um fólk, sem horfið var af sjónarsviðinu. Um þær hlýt ég nú að verða fáorður, enda hefur á sumar þeirra verið minnzt áður í þessari ritgerð, jiar sem rætt var um vísindastörf Sigurðar og bókmennta- skýringar. Það er ekki á mínu færi að gera upp á milli þessara nærfærnislegu og skarplega dregnu mannlýsinga. Skilningut Sigurðar á Agli Skallagrímssyni, höfundi Völuspár, Bjarna Thorarensen, Grími Thomsen, séra Matthíasi, Einari Bene- diktssyni og Jóhanni Sigurjónssyni er fyrir löngu orðinn vor eign, ef svo mætti segja, mat Nordals á þessum og Jleiri merkis- mönnum bókmenntanna og tungunnar vort mat í megin' dráttum, Jjó að skoðanir geti verið skiptar um einstök atriði- Til dæmis mun það vera Sigurði meira að þakka en nokkrutn manni öðrum, að skáld eins og Bjarni, Grímur og Matthías skipa nú í vitund almennings þau öndvegissæti á Braga bekk, sem Jreim ber. Hlutur kvenjrjóðarinnar er ekki heldur fyrl1 borð borinn í Jressari bók fremur en endra nær hjá Nordal- Fyrir atbeina lians fá þær Tyrkja-Gudda og Gunnhildur kon- 1) Biskupa sögur, Hungurvaka 5. kap.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.