Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1956, Side 31

Eimreiðin - 01.10.1956, Side 31
SIGURÐUR NORDAL SJÖTUGUR 263 hersi. „Heiðþróaður hverju ráði,“ það er sá, sem vaxið hefur að heiðri af hverju því, sem hann hefur ráðizt í; stendur þessi bókmennta- og menningarhersir nútímans á „hlið aðra“ öllum þeim, sem sótt hafa fram í andlegri víking fyrir þjóð vora. Og þetta minnir mig einmitt á þriðja eftirlætisskáld Sigurðar. Við hann eiga líka þessar ljóðlínur Einars Bene- diktssonar: í glauminum öllum hann geymdi sín sjálfs. Hann var góðvinum hollur, en laus þó og frjáls. Svo skal Væringjans lag alla veröld á enda. Að svo mæltu árna ég vísindamanninum, skáldinu og heim- spekingnum Sigurði Nordal allra heilla á sjötugsafmæli hans. Eg óska honum enn margra afreka við að ráða rúnir og leysa gátur. Megi hann og fjölskylda lians um aldurdaga yndis njóta. ☆ Setjum svo, að aldrei hefðu verið til á jörðinni neinar blómjurtir. Þá hefðum við aldrei orðið oss meðvitandi um eitt hið dásamlegasta svið s;darlífsins. Heill heimur undursamlegra tilfinninga hefði þá sofið eilíf- um svefni í hjörtum okkar, sem hefðu orðið lirjúfari og eyðilegri en þau eru nú. ímyndunaraflið hefði skort efni í myndir sínar. Hið óendanlega syið lita og litbrigða hefði verið okkur að mestu hulið. Dýrlegt samræmið 1 htrófi ljóssins hefði verið okkur óþekkt, því það eru blómin, sem fyrst l'ala höndlað það og síðan opnað augu okkar fyrir dásemd þess. Maurice Maeterlinck. A rneðan eyra mannsins heyrir brimskafla brotna á liöl'um úti, á 'Ueðan augu mannanna fylgja norðurljósum, sem braga yfir þögulum Júkulbreiðum, á meðan mannshugurinn leitar órafjarlægra hnatta í enda- lausum geimi — á meðan munu töfrar hins ókunna leiða mannsandann áfram og upp á við. Fridtjof Nansen.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.