Eimreiðin - 01.10.1956, Page 34
266
EIMREIÐIN
um. Enda skorti hér ekki fylgd fólksins, þá er það var kallað
til frelsissóknar undir forystu vorra ágætustu manna. Og eftir
því sem hér harðnaði frelsisbaráttan, var því fylgt af meiri
og vökulli athygli, sem gerðist úti í veröldinni. Margur karl
og mörg kona í lágum torfbæjum og kotum þessa lands létu
sig með blæðandi hjarta varða iilutskipti Pólverjans og Finn-
ans í baráttu þeirra við Rússann, Ungverjans í streitu við Habs-
borgarvaldið, og írans, Búans og jafnvel Indverjans, sem
stundu undir stríðsvagni hins brezka ofurveldis þeirra tíma.
Mörg konan raulaði við verk sín Vort föðurland, vort fóstur-
land og Guð, þú, sem vorri cettjörð skýldir áður, liina sorg-
þungu og þjáningasollnu frelsisbæn Pólverjans. Og bóndinn
beit á jaxl við orfið og fiskimaðurinn við færið, og báðir hugs-
uðu með skáldinu á Sandi biturt um Bretann,
„níðinginn, sem Búa bítur,
Búdda-þjóð til heljar sveltir".
Þá minnist ég þess, að þegar frændur vorir Norðmenn
lijuggu á linút sambandsins við Svía, liitnaði mörgum íslenzk-
um í hamsi, og ýmsir rifjuðu þá upp fyrir sér orð hins mikla
frelsisskálds Austmanna:
„Sú þjóð, sem veit sitt hlutverk, er helgast afl um heim,
eins hátt og lágt má falla fyrir kraftinum þeim.“
Flestum öðrum fremur skildu þau það í þann tíð, skáldin
íslenzku, að svo bezt mundu fslendingar hljóta frelsi og sjáh'
stæði og fá haldið því í viðsjálum heimi, að sá andi væri upp1’
að einstaklingar og þjóðir ættu sér helgan rétt til frelsis. Skáld'
in kváðu frelsisljóð, þýddu frelsissöngva kúgaðra þjóða, tókn
málstað þeirra í ljóði og ristu kúgurunum níð. Og fátt hefm
mér fundizt ömurlegra, fátt annað vitna um andlega hrörnun
með þessari þjóð og spá illu um framtíð hennar, en einnn11
sú staðreynd, hve mörg íslenzk skáld seinustu áratuga hala
gengið undir merki erlends einræðis, fallið hundflöt á fótsköi
harðstjóra og jafnvel varið, varið af kappi og að því er virðis1
heitu hjarta ofbeldisárásir þeirra, réttarmorð og múgmorð-