Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1956, Side 37

Eimreiðin - 01.10.1956, Side 37
EF STAÐREYNDIR RÁÐA EKKI . . . 269 ur, heldur staðreyndir, og þær einar —“ heyrið þér það: — „Þær einar. Ef staðreyndir ráða ekki, livar við stöndum, þá stönd- um við hvergi, heldur liaungum í lausu lofti, fis sem berst fyrir hverjum blæ.“ Ég þarf ekki að taka það fram, að ég er hjartanlega sammála skáldinu, en það man ég, að þá er ég fyrir hálfum öðrum ára- tug safnaði mér staðreyndum, fannst mér, að þeir væru furðu margir, sem kynnu því undra vel að hanga í lausu lofti — eða réttara sagt um suma: á krók kennisetninga og í blóðugum hrammi harðstjóra. En ef til vill hafa nú komið fram slíkar staðreyndir, að það nægi til þess að menn iklceðist persónuleik- anum. Ekki ég, ekki þér, áheyrendur mínir, ekki afturhaldsöflin á Élandi, ekki hinir margnefndu sósíalfasistar, ekki hermangar- arnir í Bandaríkjunum, heldur samábyrgir nánir starfsmenn hins mikla Stalins og núverandi valdhafar í Ráðstjórnarríkj- nnum hafa lýst því yfir fyrir öllum heiminum — ég er liérna með ræðu Krúsjefs —, að stjórn hans hafi ekki verið hið full- komnasta lýðræði, eins og oss hefur verið tjáð af miklum móði, heldur eitt hið hörmulegasta blóðveldi, sem sögur fara af, slíkt forhert, grimmt og siðlaust einræði, að jafnvel þægustu þjón- <n' einræðisherrans gátu ekki verið óhultir um líf sitt, að allt gumið um frelsi, jöfnuð, anda friðar og bræðralags hafi ekki 'erið staðreyndir, heldur staðlausir stafir, falsanir staðreynda. Og atburðir síðustu rnánaða, vikna og daga, allt frá uppreisn hins kvalda verkalýðs í Poznarn til liinnar grimmilegu árásar á Ungverjaland, þar sem hinir ungu menntamenn, samtök verka- 'ýðsins og allur almenningur í byggð og borg stóðu samhuga nm að endurvekja frelsi og lýðræði — allt þetta sannar átak- anlega og svo Ijóslega, að ekki verður um villzt, að í leppríkj- um Rússa hefur ríkt hið hörmulegasta ófrelsi og hin frámuna- 'egasta eymd, verkalýðsfélögin verið múlbundin og réttlaus, 1 ettarmorð framin daglega og loks: herir Ráðstjórnaníkjanna 'erið hin loðna loppa, sem haldið hefur þeim vesalingum, er Pyndaðir hafa verið svipu innlendra illmenna og kúgara. „Ef ''taðreyndir ráða ekki, hvar við stöndum . . sagði hið mikla skáld. Ungverjaland flýtur í blóði frelsisunnandi sona og dætra,

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.