Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1956, Page 44

Eimreiðin - 01.10.1956, Page 44
276 EIMREIÐIN ,,Ó, nei, góði minn, þetta kemst upp í vana og jafnar sig á augabragði að kalla. — Við flytjumst líka burt úr þessum kjallara í ólíkt rýmri og skemmtilegri húsakynni, og þér verð- ur gefin skellinaðra. — En nú er þér bezt að fara að hátta, stúfurinn minn, klukkan er orðin meir en ellefu.“ Þegar drengurinn var háttaður breiddi hann upp yfir höfuð um stund og reyndi að kyrrast, en fljótlega sparkaði hann þó ofan af sér sænginni og barðist um á hæl og hnakka í stjórn- lausri bræði, því að um þetta mál virtist ógerningur að hugsa með viti og stillingu. Lauga í Svanaskjóli 29 hvarflaði þó að hug hans í bili, eins og gyðja á hvítum vængjum. Hversu gerólíkt hinu tiltækinu, fannst honum, já, hve unaðslegt yrði slíkt, er þar að kæmi. — Ef hann stækkaði nú fljótt, fljótt og gæti farið að kyssa Laugu og sitja undir henni, þá mundi liann upp frá því aldrei sjá eða skipta sér af nokkurri annarri stelpu, — og sama þó að hún dæi úr lungnabólgu einhvern tíma seinna; hann skyldi aldrei giftast aftur. Þetta var öðru vísi með Gutta Gvends, jafnaldra hans. Sumh' strákar vissu, að Gutti var farinn að liugsa um stelpu, en það var kallað hvolpavit og bara hlegið að því, eins og vonlegt var. í sjálfum honum var þetta ekki hvolpavit, ne-hei. Það var auðfundið, að þetta var hrein og hein ást, eins og í I510' myndum. Að Laugu var því á þessari kvöldstundu kærkomin hvíld og fró, meðan hún stóð við í hjarta lians. En von bráðar flögraði hún raunar burt aftur. Og þegar svefninn sigraði hann að lokum, tóku við erfiðir og yndi sneyddir draumar, sem voru lítið annað en grjótkast og óskapagangur. ☆ Ef maður lýgur, þá er manni trúað, segi maður satt, er það talin h'S1' Fólk trúir, þegar „krítað er liðugt", en vill ekki trúa veruleikanum. Jafn vel nákvæmustu lýsingar á veruleikanum eru sagðar helber ósannm Ivar Lo-Johansson í blaðaviðtali út af sjálfsævisögum.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.