Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1956, Page 51

Eimreiðin - 01.10.1956, Page 51
ÖRNEFNI 28á sem voru sviptir því bezta, er tilveran liafði veitt þeirn, móð- urumhyggju og móðurmjólk. Líka eru þær horfnar kvíarn- ar, þar sem ærnar voru mjaltaðar, og víðast er einnig horfinn stöðullinn, en þar stóðu kýrnar undir beru lofti, meðan þær voru mjólkaðar. En víða lifa nöfnin, svo sem Stekkjatún og Stekkjavellir, Kvíaból og Kvíatungur, Stöðull eða Stöðlar. Þá eru það örnefnin í túnunum. Það eru fyrst og frernst þau, sem ýturnar eru að þurrka út. Þær gert allt slétt. Af þessum ör- nefnum má til dæmis minna á Viðbjóð og Djöflareit, Hörrn- ung og Harðhaus. Þessi örnefni segja til um, hvernig haii verið að vinna það land, sem þau hafði hlotið. Þá voru og í túnunum vellir, sem annað tveggja drógu nafn af því, live mikið átti að greiða fyrir slátt á þeim eða live lengi átti að vera að slá þá. Þar til má nefna Tíuálnavöll, Tuttuguálna- völl og Dagsláttu. Enn voru í túnum staðir, sem heitnir voru eftir mönnum, sem þar voru að verki. Skal hér aðeins getið eins af slíkurn nöfnum. Það er örnefnið Eiríksvöllur, sem er í þrernur eða fjórum túnum í Mýrasýslu. Allir eru þessir Eiríksvellir kenndir við Eirík bónda á Þursstöðum í Borgar- hreppi. Hann bjó þar fyrir miðja 19. öld, var að mörgu leyti maður sérkennilegur — eins og kunnugt er um land allt ai þætti þeim, sem af honum birtist í þjóðsagnasafninu Grímu. Á efri árum sínum labbaði hann til frænda og nágranna með pál í hendi og bað um að fá að slétta smáblett, sagði, að það væri „svo undur rart“ að gera það. Hann var um þetta langt a undan sinni samtíð. Þessar flatir hans voru með afbrigðum vel gerðar, en nú hefur þeim flestum verið bylt aftur. Þá er horfin Tröðin heim túnið, en í liennar stað korninn þráð- beinn upphleyptur vegur, og hann er stundum nefndur Tröð. Hann er notaður eins og Tröðin gamla, en að gerð er hann ;!|idstæða hennar, þó að nafnið Tröð hafi færzt yfir á hann. Annars merkti örnefnið Tröð fleira en eitt. Tröð gat verið sama og hestarétt, og var talað um að traða hesta, þ. e. að setja þá inn í réttina. Akur og Ekra minnir á horfna atvinnugrein, akuryrkjuna. Sums staðar heitir Þrælagerði. Þessi gerði eru hringmynduð. Ekki vita menn með vissu, hvernig þau eru til komin, en sagt er þó, að þrælum hafi verið gefið land til ræktunar, þar sem

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.