Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1956, Page 74

Eimreiðin - 01.10.1956, Page 74
300 EIMREIÐIN minn ekki vita um þetta. Og nú ætlar þú að fara að segja honum það.“ „Auðvitað ætla ég að gera það.“ „Já, ég veit það,“ sagði ég. „Þú verður náttúrlega að gera það; það er skylda þín. Það væri rangt, ef þú segðir honum ekki frá þessu, þó að trúarlærdómurinn segi, að sá, sem biður, muni bænheyrður verða. Ég veit, að þú verður að segja pabba frá þessu, — ég veit það. En samt, samt sýnir þetta bara, að það, sem maður lærir í trúarlærdómnum sínum, stenzt ekki í daglega lífinu.“ Hún leit á mig bláu augunum sínum. Ég kipraði varirnar og brosti eins og maður, sem er hryggur, en ekki hræddur við neitt. Alla leiðina upp hæðina til klaustursins sat hún þarna og virti fyrir sér trén og húsin, er við ókum fram hjá, án þess að segja orð. Við og við beit hún á vörina og leit á mig. Ég sagði heldur ekki neitt. Faðir Cooney sat að kvöldverði. Hún sagði ráðskonunni, að hún skyldi fara fram fyrir. Systir Agnes horfði á eftir henni út úr herberginu. Faðir Cooney var að byrja á eftirmatnum, sem var súkkulaðikaka. Hann er hár og þrekinn og með skalla í hvirflinum. „Gerið þið svo vel og fáið ykkur sæti,“ sagði liann. „Þykh' þér ekki góð súkkulaðikaka, Jimmy?“ Systir Agnes settist ekki. Faðir Cooney tók kökuhnífinn og skar stóra sneið handa mér. „Eftir það, sem þessi ungi maður hefur gert af sér, finnst mér ekki að ætti að verðlauna hann með súkkulaðiköku, sagði systir Agnes. „Hvað er nú að?“ sagði faðir Cooney og leit á mig. „Hvað er þetta, Jimmy, hvað hefur þú gert?“ „Ég lenti í klandri." „Klandri? Hvers konar klandri?“ Ég varð niðurlútur og sagði ekki neitt. Faðir Cooney setti kökusneiðina á disk fyrir framan mig. Systir Agnes krosslagði hendurnar á brjóstinu og leit á mig. Svipur hennar sagði mei', að ég mætti ekki snerta kökuna. Ég seig lengra niður í stól- inn. Faðir Cooney leit á okkur til skiptis. Ég lyfti hendinni og tók gaffalinn. Kakan var mjög girnileg, þakin. súkkulaðt

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.