Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1956, Page 75

Eimreiðin - 01.10.1956, Page 75
ÞORPARINN “07 og spannarþykk. Ég leit snöggt á systur Agnesi, svipur hennar lýsti vanþóknun, og þegar ég færði í kökuna, kom hún að borðinu og lagði höndina á handlegginn á mér. ,,Þú hefur ekki sagt föður Cooney frá því, hvað þú brauzt af jDér.“ Ég sleppti ekki gafflinum, en ég laut höfði af skömm. „Ég var tekinn fastur, faðir; ég og annar strákur vorum teknir fyrir að brjóta götulanrpa.“ „Svo.“ Ég sagði honum, hvernig þetta atvikaðist. „Jack er ekki kaþólskur, svo ég liefði átt að passa mig að vera ekki með honum.“ „Það er engin ástæða til, ef það eru góðir drengir, að þú megir ekki vera með þeim, þótt þeir séu mótmælendur," sagði hann. „Jack er nú eiginlega ekki slæmur drengur, en hann sagði, að hann gæti brotið fleiri lampa en nokkur kaþólskur dreng- ur í borginni.“ „Hvor vann?“ „Við vorum jafnir, tvo lampa hvor.“ „Humm.“ Faðir Cooney fékk sér annan munnbita af kökunni og saup á kaffinu. Hann var að hugsa sig um. Ég færði aftur í kökuna, °g í þetta sinn fékk ég að vera óáreittur. Kakan bráðnaði í munninum á mér. Ég hallaði mér makindalega aftur á bak ’ stólnum og kjamsaði; hið þykka súkkulaðilag á kökunni tolldi við tunguna, og ég fann bragðið að því alla leið niður 1 maga. „Fyrirtaks kaka,“ sagði ég. Faðir Cooney bauð systur Agnesi sæti á ný. „Smakkaðu þessa köku,“ sagði hann. „Hún er afbragð.“ „Nei, þakka þér fyrir, faðir, kvöldverðurinn bíður mín l’eima. Ég kom með þennan unga mann til þín, því að mér lannst hann þurfa áminningar við. Að eyðileggja almennings- e’gn er alvarlegt afbrot.“ „Það er vissulega alvarleg yfirsjón, og ég ætla mér að hegna I'onum stranglega," sagði faðir Cooney mjög alvarlegur. Systir Agnesi leið auðsjáanlega betur, en ég var ekkert

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.