Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1956, Síða 76

Eimreiðin - 01.10.1956, Síða 76
308 EIMREIÐIN hræddur. Það var maður í sókninni okkar, sem liét Philippe; liann var tekinn fastur fyrir að berja konuna sína. Faðir Cooney sagðist ætla að hegna honum stranglega, en allt, sem hann gerði, var að leysa Philippe út úr steininum, og svo borgaði hann húsaleiguna og matarreikningana fyrir hann í ofanálag. „Ég skal strax tala við herra Kennedy,“ sagði systir Agnes. „Ágætis hugmynd," sagði faðir Cooney með velþóknun í röddinni. Skyndilega fannst mér óbragð af kökunni, og ég kom engu niður. Systir Agnes kvaddi föður Cooney; svo sneri hún sér að mér og sagði, að hún þyrfti að sjá mig áður en ég faeri heim. Mér létti, þegar hún var farin. Faðir Cooney gaf rnér mjólk í glas og aðra sneið af kökunni; langa stund borðuðum við þegjandi. Þegar ég var búinn með kökuna, rétti ég úr mér í sætinu og dæsti. Faðir Cooney kveikti í stórum vindli. „í gærkvöldi var ég að lesa um ævi Páls postula,“ sagði hann. „Það var framúrskarandi maður.“ Nú kom það. Það átti að vera predikun um Pál postula, og allir í sókninni voru sammála um, að ræður föður Cooneys væru leiðinlegri en allt annað. „Páll postuli sagði: „Sýn mér trú þína af verkunum." Hon- um nægði ekki orðagjálfur um trú á frelsarann, heldur krafð- ist hann guðrækni og góðverka. Á þann hátt setti hann trú- bræðrum sínum fordæmi, og heiðingjunum féllust hendur, og þeir öðluðust einnig liina sönnu trú.“ „Já, faðir.“ Hann hristi öskuna af vindlinum og hallaði sér fram í sæt- inu. „Við skulum segja sem svo, drengur minn: Hvernig mundi liafa farið á fyrstu döguni hinnar stríðandi kirkju, ef postul- inn, — í staðinn fyrir að setja fordæmi með góðverkum, hefði farið um landið og brotið götulampa? Hvaða jarðvegur hefði þá orðið fyrir kristindóminn?“ „Álls enginn, faðir.“ „Vissulega ekki.“ „En höfðu þeir götuljós í þá daga, laðir?“ „Ef til vill og ef til vill ekki, — en samt sem áður hebn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.