Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1968, Qupperneq 18

Eimreiðin - 01.09.1968, Qupperneq 18
164 EIMREIÐIN trúi ríkisins í um það bil hálfan annan áratug, en á því sviði hefur hann unnið mikið og merkilegt starf, sem þjóðin mun lengi búa að, enda vill hann, að vegur almenningsbókasafnanna verði mikill, svo að þau geti með réttu kallast hinn frjálsi framhaldsskóli allrar þjóðarinnar, eins og hann orðar það. En einmitt um þessar mundir er Hagalín að láta af embætti, svo sem lög gera ráð fyrir um sjötuga ríkisstarfsmenn. Segja má því, að nú séu að verða þáttaskil í lífi hans, því að upp frá þessu getur hann einvörðungu helgað sig rit- störfum eftir eigin geðþótta, meðan heilsa og ævidagar endast hon- um, enda hyggur hann gott til þess að njóta síns Indíánasumars á býli sínu í Borgarfirði, en þar hefur hann komið sér upp snotru húsi í nánd Kleppjárnsreykja. Þegar ég lít til baka af sjötíuára sjónarhóli, segir Guðmundur Hagalín, verður mér á að hugsa, að kannski hefði ég hagað ritstörf- um mínum öðruvísi en ég hef gert, ef ég hefði getað helgað þeim frjálsari tíma. En ég hef haft svo mörgu öðru að sinna um dagana. Segja má, að ritstörf mín skiptist í þrjá megin þætti, það er skáld- sögur, ævisögur og ritgerðir. Það hefur löngum vakað fyrir mér að festa á blað og endurvekja til lífsins ýmislegt af því gamla á flest- um sviðum, bæði manngerðir og fróðleik um forna lifnaðar- og menningarhætti, sýna fram á við hvaða kjör fólk í þessu landi átti að búa, og hvernig þróunin hefur síðan orðið á hverju sviði. Þetta vakti fyrir mér í upphafi — ef til vill óljóst þá — en í jiessa stefnu held ég að verk mín hafi þróazt síðan. Gefist mér sú náð að mega njóta svo sem tíu starfsára til viðbótar, held ég, að mér þyki mest um vert, ef ég kæmi því í verk, þegar ég hef lokið verkefnum, sem ég hef þegar tekið að mér og verð að ljúka, — að skrifa framhald ævisögu minnar á svipaðan hátt og ég gerði á árunum eftir 1950. Þó geri ég ráð fyrir því, að hún yrði meira samandregin, því að rætur og undirstöður eru komnar. Og ]iað mundi ekki bara vera ég, sem þar kæmi við sögu, heldur og ekki síður menn, sem ég hef kynnzt og haft samskipti við, þar á meðal ýmsir, sem ekki hafa komið fram í sviðsljósið, þegar veigamiklir atburðir hafa verið að gerast með þjóðinni, en hafa staðið þar að baki, kannski oft á tíð- um engu minna virkir en þeir, sem mest hefur borið á og meira hefur verið hossað og hampað. Og þá berst talið að fyrstn bólium Hagalíns, sem út komu upp úr 1920, og hann segir meðal annars:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.