Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1968, Qupperneq 22

Eimreiðin - 01.09.1968, Qupperneq 22
EIMREIÐIN 168 þar blaðagreinar, þá fannst mér ekki, að ég gæti komið þar á fram- færi hinu lifandi talmáli minna íslenzku sögupersóna. Hve lengi dvaldisl þú i Noregi? Ég fór til Noregs í júní 1924 og var þar til vors 1927. Fyrsta árið gerði ég ekkert annað en lesa norskar bókmenntir, læra landsmálið og verða læs á sem flestar mállýzkur. Svo var ég á lýðháskólanum í Voss og hlýddi þar á fyrirlestra Lars Eskeland skólastjóra um bók- menntir, en slíkan fyrirlestur flutti hann á hverjum virkum degi allan skólatímann. Lars Eskeland og bróðir hans, Severin, sem stýrði kennaraskóla á Storð á Suður-Hörðalandi, voru meðal fremstu og glæsilegustu forustumanna norskrar þjóðreisnar — og má geta þess, að Ivar Eskeland, forstöðumaður Norræna hússins, er sonur Severins. Á ríkismálið hafði ég orðið sæmilega læs, meira að segja strax sem unglingur heima á Vestfjörðum. En eftir að ég fór að lesa ný- norskar bókmenntir, opnaðist mér nýr heimur — og nú kynntist ég ýmsum merkum rithöfundum og skáldum, sem hvorki ég eða flestir aðrir Islendingar höfðu nokkurn tíma heyrt getið. Ég sannfærðist og brátt um það, að landsmálsbaráttan í Noregi var bráðnauðsvnleg fyrir menningu og bókmenntir þjóðarinnar. Hún vakti fólkið til sjálfsvitundar og sjálfsvirðingar, og sannfærði það um, að það þyrfti ekki endilega að vera andlega auvirðilegt, þótt það hefði ekki stund- að langskólagöngu eða numið það mál, sem upphaflega var orðið til fyrir áhrif danskra og dansklundaðra embættismanna. Það sá líka, að fram á sjónarsviðið komu rithöfundar, sem þótt þeir væru ekki langskólagengnir og rituðu á landsmálinu, urðu margir hverjir meðal merkustu skálda landsins. Eftir að ég hafði dvalizt eitt ár í Noregi, hafði ég kynnt mér rækilega norskar bókmenntir, einkum þær nýnorsku, og árið 1925 skrifaði ég langa ritgerð í Eimreiðina um nýnorskt mál og menn- ing, og gerði þar grein fyrir helztu rithöfundum og skáldum lands- ins, meðal annars ýmsum, sem svo til enginn þekkti þá hér heima. Hér voru í rauninni ekki önnur nýnorsk skáld þekkt en Ásen, As- mund Vinje, Kristofer Janson og Arne Garborg. Sagnaskáld eins og Olav Duun og Kristofer Uppdal þekktu sára fáir, hvað þá ljóð- skáldin Olav Aukrust og Tore Örjasæter — svo að ekki sé minnst á svo ungan mann sem Tarjei Vesás var þá. Annars vann ég aðallega fyrir mér í Noregi með því að rita þar greinar í blöð — og þó einkum með fyrirlestraferðum um landið, en frá joví í september 1925 til maíloka 1927 flutti ég alls 410 fyrir-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.