Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1968, Qupperneq 23

Eimreiðin - 01.09.1968, Qupperneq 23
RÆTT VIÐ HAGALÍN SJÖTUGAN 169 lestra. Þessa fyrirlestra flutti ég einkum á vegum ungmennafélags- samtakanna og alþýðufræðslunnar. Ég sýndi líka skuggamyndir, en myndirnar fékk ég að heiman og lét útbvia þær fyrir skuggamynda- vél. Efni fyrirlestranna var að sjálfsögðu íslenzk málefni, ágrip af sögu landsins, lýsing á þjóðlífi fyrr og síðar og gildi bókmenntanna fyrir þjóðina á liðnum öldum og í framtíðinni. Ég talaði ailtaf upp úr mér — aldrei af blöðum, en það virtist mér beinlínis skilyrði til þess að fólk hlustaði í Noregi. Þar þótti það engin ræðumennska að lesa upp af blöðum. Mér varð það oft á, meðan ég dvaldi í Noregi, að bera saman viðhorf og staðhætti þar annars vegar, og á Islandi hins vegar. Og brátt varð mér Ijóst, að þrátt fyrir allt, sem líkt var og sammann- legt, var þó að ýmsu leyti mikill munur á íslendingum og Norð- mönnum, mótun þeirra, skapferli og viðhorfum, enda allt mótað af fortíðinni, umhverfi og aðstæðum gegnum aldirnar. A Islandi hafði ég bezt og nánast kynnzt Vestfirðingum, og þó að Vestfirðir séu hluti af íslandi, hefur landið þar og fólkið ávallt staðið mér nær en annars staðar. Svo var það þá, að einmitt í Noregi tók að rnótast með mér sagnabálkur, sem átti að verða í mörgum bindum, en ég hef aldrei fengið tíma eða tækifæri til að skrifa. En þó er það ytra og innra raunsæi, sem ég hef jafnan lagt áherzlu á að vegi nokkurn veginn salt í ritum mínum, raunverulega samkynja því, sem átti að verða kjarninn í þessu stóra ritverki. í samanburði við þessar hugarhallir finnst mér eins og verk mín séu líkust húskofum, sem fátækur frumbýlingur hrófar upp þar, sem hann sezt að í óbyggðu landi, en ætlar sér aðeins að nota til bráðabirgða, þar til að því kemur, að hann hafi aðstæður og efni til að byggja það, sem fyrir honum vakir. Eins og ráða má af ummœlum Hagalíns hér að framan, hafa Vest- firðirnir haft mjög mótandi áhrif á hann og verk hans, og því biðj- um vér hann að segja nokkru nánar frá œskuárunum fyrir vestan. Hann sagði: Mér hafa alltaf verið Vestfirðirnir kærir. Þar hafa ættfeður mínir líka búið hver fram af öðrum í margar aldir, flestir í senn dugandi bændur og djarfir sjósóknarar. Það er eins og þetta land og þetta fólk sé runnið mér í merg og bein. í dagdraumum drengjaáranna sá ég mig sem stórbónda í Lokinhömrum, standa þar fyrir útgerð og blómlegum búskap, hafandi margt hjúa á heimilinu, eins og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.