Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1968, Side 29

Eimreiðin - 01.09.1968, Side 29
RÆTT V1Ð HAGALÍN SJÖTUGAN 175 í hinu mikla sæluríki kommúnista, Rússlandi. Ég kynnti mér þetta af fræðiritum, sem ég náði til, rússneskum bókmenntum, sem þýdd- ar voru, svo og stóru bókinni, sem Rússar gáfu sjálfir út um réttar- höldin miklu í Rússlandi, og að auki naut ég aðstoðar manns, sem læs var á rússnesku, — fátæks, en gáfaðs og velættaðs göfugmennis af litháiskum uppruna, sem hér hafði hafið nám við háskólann og orðið hér innlyksa, þegar styrjöldin hófst. Úr öllum þessum efni- viði varð svo til bókin Gróður og sandfok, sem sárafáir virtust skilja að væri á rökum byggð, þegar hún kom út, en nú liggur við að orðin sé eins konar biblía æði margra, enda hefur Halldór Lax- ness með játningum sínum staðfest sannleiksgildi hennar svo ber- lega, að ekki ætti að þurfa um að villast — þótt það, að sjálfs hans sögn, hafi tekið hann þrjátíu ár eða að minnsta kosti aldarfjórðung að hafa sig í að segja sannleikann. Fékkst þú ekki oft orð í eyra á þessum árum út af afstöðu þinni? Henni var einkum mætt með rógi úr herbúðum andstæðinganna. Þeir reyndu eftir mætti að hundsa mig, en lögðu síður til beinnar atlögu, enda lét ég aldrei standa á svari í þessum efnurn, ef tilefni gafst, og var ekki seinþreyttur til andsvara, ef ég varð fyrir skít- kasti. En þetta er nú löngu liðinn tími og nýr gróður sprottinn upp úr sandfokinu. Eitt af því fyrsta, sem boðaði nýja tíma í þessum efnum, var það, að nokkrir rithöfundar, sem voru sama sinnis og ég, beinlínis kölluðu mig suður -— frá ísafirði — til þess að hafa forustu um stofnun nýs rithöfundafélags, þegar þeim þótti ekki lengur vært í Rithöfundafélagi íslands í sambúðinni við konnnún- ista. Þetta leiddi til stofnunar Félags íslenzkra rithöfunda, en stofn- félagar þess voru aðeins 12. Brátt fjölgaði þó í því félagi, svo að það varð jafnfjölmennt hinu eldra. Það átti svo fyrir mér að liggja, allmörgum árum síðar, að verða formaður Rithöfundasambands ís- lands, þar sem bæði félögin sameinuðust í samstilltu átaki og hófu loks raunhæft starf fyrir rétti íslenzkra rithöfunda og virðingu ís- lenzkra bókmennta. Og þá er komið að þœtti þinum i sambandi við bókafulltrúa- starfið og eflingu almenningsbókasafnanna. Það varð nú ekki strax eftir að ég fluttist frá ísafirði. Ég kom til Reykjavíkur árið 1946 og átti þar heima næstu árin. Þetta var mér eins konar biðtími. Árin 1949 og 1950 dvaldist ég í Danmörku, þá kvæntur seinni konu minni. Þegar við fluttum heim, settumst

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.