Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1968, Page 33

Eimreiðin - 01.09.1968, Page 33
kÆTr VIÐ HAGALÍN SJÖTUGAN 179 Hér lét Guðmundur Hagalín samtalinu lokið, og vill Eimreiðin nota þetta tækifæri til þess að þakka honum veitta liðveizlu á undan- förnum áratugum, enda hafa ekki margir rithöfundar verið henni öllu betri liðsmenn en hann síðastliðna hálfa öld, og geta má þess, að um þessir mundir eru liðin rétt fimmtíu ár frá því að Hagalín birti fyrstu ritsmíðar sínar í Eimreiðinni, en það voru Þrjú hvœði í 24. árgangi ritsins árið 1918. Hið fyrsta þeirra hét Kolfinna, og fer hér á eftir með góðfúslegu leyfi höfundar: Var það ekki blcerinn, sem þýtur i laufskrúði grænna greinanna, er strauk mér um kinn og kyssti vanga mína? Var það ekki lindin, sem líður milli steinanna, er kvað mér Ijóð i húminu um liarma sina? Voru það ekki hjartaslög liúmsins svarta, er bdrust mér að eyrum sem bergsins stunur? Svo þungt slœr ekki mannanna máttlitla hjarta, svo hamrammar eru’ ekki hafsiris dunur. Það var hann, sem eg elskaði ung og góð i œskunnar draumrökliur-löndum. Það var hann, sem hvarf eins og hálfort Ijóð, að helmyrkum forlagaströndum. Það var hann, sem lœtur i hörpunnar klið hjarta sitt fagna’ og stynja. Það var hann, sem aldrei eignast frið og undirnar gaf mér til minja. Þannig orti Guðmundur Hagalín fyrir fimmtíu árum. /. K.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.