Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1968, Blaðsíða 38

Eimreiðin - 01.09.1968, Blaðsíða 38
184 EIMREIÐIN og orðin honum fráhverf. Henni þótti víst löng biðin. Líklegur sigurvegari í Ólympíuleikum vildi fá hennar. Hemingi hafði ef til vill borizt uppsagnarbréf hennar. En mín var ekki sökin um heitrof þessarar frænku minnar. Gnllinbursti löðraði allur í svita, og öðru hverju fóru um hann skjálftakippir. Ég hallaði mér aftur á bak á mjög slitna og veðraða granít- hellu í rústunum, efstu kirkju- tröppu, og voru fjórar myndir meitlaðar í helluna, ein í hvert horn, — þær voru sambland af landvættunum og táknum guð- spjallamannanna Þetta var að nýju orðin hjálparhella Þar hafði mér heppnazt að stöðva hest minn. Hundur minn titraði allur. Hann lagði trýnið á hné mér og starði á mig fullur trúnaðar- trausts. Mér varð hugsað til þess, að Hemingur var byrjaður að lesa læknisfræði, er hann veiktist, og hann hafði dreymt um að helga krafta sína læknisstörfum í sama héraði og faðir hans. Hann var þá allra manna ólíklegastur til þess að gera fólki skráveifu. Að vísu var enginn til að gráta hann úr helju framar — það geta unn- ustur einar, held ég að minnsta kosti — og sjaldnast nema fáein andartök Hemingur hafði boðið mér að sækja brúðkaup sitt, þegar hann kvæntist Ýr frænku minni. Og hann hafði kallsað við mig að spila stundum fyrir dansi í brúð- kaupinu, leika ýmist á dragspil eða fiðlu, eftir því sem við ætti. Hann hafði þegar tilnefnt viki- vakalög, er ég skyldi leika á fiðluna. Og hann var svo forn- býll á vín. Það var geymt strand- vín á læknissetrinu í brúðkaup- ið, bæði rauðvínstunna og koní- akskútur. Hemingi var metnað- ur í því, að vínið yrði sem elzt, helzt 25 ára gamalt. Hann taldi það verða því dýrara, því lengur senr það væri geymt. Hann vildi, að allir gestirnir í brúðkaupinu fyndu á sér, en yrðu þó ekki drukknir. Og dansinn skyldi duna í tvær nætur á læknissetr- inu, svo að lengi yrði í minnum haft þar um slóðir og í lands- fjórðungnum öllum. Hrafn flaug til laups í þver- hníptu bjargi í grenndinni, og ég lirökk við snöggvast af hvellu krunki hans. Ég hafði flýtt mér svo að snæða miðdeigisverð þá um dag- inn, að ég hafði stungið á mig flatbrauðsskammti mínum. Nú dró ég flatbrauðið upp og skipti því milli hunds míns og hests. Við það róuðust þeir báðir nokk- uð. Hann var farinn að kalda. Sinan á rústunum bærðist, og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.