Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1968, Side 38

Eimreiðin - 01.09.1968, Side 38
184 EIMREIÐIN og orðin honum fráhverf. Henni þótti víst löng biðin. Líklegur sigurvegari í Ólympíuleikum vildi fá hennar. Hemingi hafði ef til vill borizt uppsagnarbréf hennar. En mín var ekki sökin um heitrof þessarar frænku minnar. Gnllinbursti löðraði allur í svita, og öðru hverju fóru um hann skjálftakippir. Ég hallaði mér aftur á bak á mjög slitna og veðraða granít- hellu í rústunum, efstu kirkju- tröppu, og voru fjórar myndir meitlaðar í helluna, ein í hvert horn, — þær voru sambland af landvættunum og táknum guð- spjallamannanna Þetta var að nýju orðin hjálparhella Þar hafði mér heppnazt að stöðva hest minn. Hundur minn titraði allur. Hann lagði trýnið á hné mér og starði á mig fullur trúnaðar- trausts. Mér varð hugsað til þess, að Hemingur var byrjaður að lesa læknisfræði, er hann veiktist, og hann hafði dreymt um að helga krafta sína læknisstörfum í sama héraði og faðir hans. Hann var þá allra manna ólíklegastur til þess að gera fólki skráveifu. Að vísu var enginn til að gráta hann úr helju framar — það geta unn- ustur einar, held ég að minnsta kosti — og sjaldnast nema fáein andartök Hemingur hafði boðið mér að sækja brúðkaup sitt, þegar hann kvæntist Ýr frænku minni. Og hann hafði kallsað við mig að spila stundum fyrir dansi í brúð- kaupinu, leika ýmist á dragspil eða fiðlu, eftir því sem við ætti. Hann hafði þegar tilnefnt viki- vakalög, er ég skyldi leika á fiðluna. Og hann var svo forn- býll á vín. Það var geymt strand- vín á læknissetrinu í brúðkaup- ið, bæði rauðvínstunna og koní- akskútur. Hemingi var metnað- ur í því, að vínið yrði sem elzt, helzt 25 ára gamalt. Hann taldi það verða því dýrara, því lengur senr það væri geymt. Hann vildi, að allir gestirnir í brúðkaupinu fyndu á sér, en yrðu þó ekki drukknir. Og dansinn skyldi duna í tvær nætur á læknissetr- inu, svo að lengi yrði í minnum haft þar um slóðir og í lands- fjórðungnum öllum. Hrafn flaug til laups í þver- hníptu bjargi í grenndinni, og ég lirökk við snöggvast af hvellu krunki hans. Ég hafði flýtt mér svo að snæða miðdeigisverð þá um dag- inn, að ég hafði stungið á mig flatbrauðsskammti mínum. Nú dró ég flatbrauðið upp og skipti því milli hunds míns og hests. Við það róuðust þeir báðir nokk- uð. Hann var farinn að kalda. Sinan á rústunum bærðist, og

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.